Menntamál - 01.12.1958, Page 188
240
MENNTAMÁL
þegið, og fór formaður sambandsins, Gunnar Guðmundsson,
utan, að morgni þriðja þingdags.
Lögð var fram fjárhagsáætlun næstu tveggja ára.
Vegna húsakaupanna var samþykkt að hækka árgjöld
til sambandsins í kr. 250 næstu tvö ár. í f járhagsáætlun-
inni var skattur til BSRB áætlaður kr. 12000 hvort ár.
Bar Ásgeir Guðmundsson fram fyrirspurn um, hvaða
gagn SÍB hefði af því að vera í BSRB og hvort ekki gæti
komið til mála að segja sig úr bandalaginu. Urðu nokkrar
umræður og eftirfarandi tillaga samþykkt:
„15. fulltrúaþing SÍB samþykkir að beina því til
stjórnar Sambandsins að athugað sé gaumgæfilega sam-
band þess við BSRB.“
Stjórn sambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa:
Gunnar Guðmundsson, formaður, Kristján J. Gunnarsson,
ritari, Þórður Kristjánsson, gjaldkeri, Frímann Jónasson,
varaformaður, og meðstjórnendur Auður Eiríksdóttir,
Ingi Kristjánsson og Jón Kristgeirsson.
Fulltrúar sátu hádegisverðarboð borgarstjóra og kvöld-
verðarboð menntamálaráðherra, og fræðslustjóri Reykja-
víkurbæjar, Jónas B. Jónsson, bauð utanbæjarfulltrúum
að skoða barnaskóla í Reykjavík.
LEIÐRÉTTING.
í grein Helga Elíassonar fræðslumálastjóra í síðasta hefti Mennta-
mála, jræöslulögin 50 ára ,var misritað í 2. línu að ofan. bls. 1, að
Kristján IX. hefði staðfest fræðslulögin 1907. Það var Friðrik VIII.
Hefur fræðslumálastjóri óskað eftir, að þetta væri leiðrétt.