Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 190
242
MENNTAMÁL
son, formaður, Eiríkur Sigurðsson, ritari og Páll Gunnarsson, féliirðir.
Kosin var á fundinum sérstök útgáfunefnd og önnur til að fjalla um
lagabreytingar S.Í.U. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fund-
inum:
Ályktun um námsskrá. Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar, hald-
inn á Akureyri 27. sept. 1958, skorar á fræðslumálastjórnina að hraða
útgáfu námsskrár þeirrar, sem verið hefur í undirbúningi undanfarin
ár, þar sem Drög að námsskrá, er notuð hafa verið að undanförnu í
skólum, munu nú í höndum fárra kennara.
Alyktun um sérnám söngkennara. Aðalfundur Kennarafélags Eyja-
fjarðar skorar á fræðslumálastjórnina að gera tilraun til að bæta úr
þeirri miklu vöntun, sem er á söngkennurum í barnaskólum landsins.
Það gæti í fyrsta lagi orðið rneð þeim hætti að auka verulega kennslu
í þessari grein í Kennaraskólanum. Það mætti einnig hugsa sér að
stofna sérstaka deild, þar sem kennarar ættu kost á að stunda sér-
nám í þessari grein í líkingu við handavinnudeild Kennaraskólans
eða teiknideild Handíðaskólans. Og sennilega þyrfti að fara báðar
þessar leiðir.
Ályktun um uppeldismálaþœtti í útvarpinu. Aðalfundur Kennara-
félags Eyjafjarðar, haldinn á Akureyri 27. sept. 1958, beinir þeirri ósk
til útvarpsráðs, að haldið verði áfram með þáttinn heimili og skóli, og
sé honum þar ætlaður hentugri tími en hann hafði síðast. Einnig mæl-
ist fundurinn til, að gerð verði tilraun með uppeldisfræðilegan þátt,
sem nefna mætti spurningar og svör um uppeldismál, og væri foreldr-
um þar gefinn kostur á að senda þættinum sputningar og fá þeim
svarað af einhverjum uppeldisfræðingi.
AÐALFUNDUR KENNARASAMBANDS
AUSTURLANDS.
XIV. þing kennarasambands Austurlands var haldið
í hinum nýja barnaskóla Egilsstaðakauptúns dagana 28.—
29. júní s.l.
Á þinginu voru mættir 19 kennarar víðsvegar af Aust-
urlandi. Fráfarandi formaður Þórður Benediktsson, skóla-
stjóri á Egilsstöðum, setti þingið og bauð fundarmenn vel-
komna. Þar næst flutti hann skýrslu stjórnar. Þingfor-