Menntamál - 01.12.1958, Page 191
MENNTAMÁL
243
setar voru kjörnir þeir Eyþór Þórðarson, kennari í Nes-
kaupstað, og Halldór Sigurðsson, kennari á Eiðum. Fund-
arritarar voru þeir Sigurður Ó. Pálsson, kennari á Borg-
arfirði, og Kristján Ingólfsson, skólastjóri á Eskifirði.
Þingfulltrúar Austfirðinga á nýliðnu þingi SÍB fluttu
tíðindi þaðan og skýrðu þau sjónarmið, sem fram höfðu
komið í sambandi við breytingar á lögum SÍB. Urðu all-
miklar umræður um þau mál, en að síðustu var samþykkt
eftirfarandi tillaga í því máli:
„Fjórtándi aðalfundur K. S. A. lýsir sig fylgjandi þeirri
breytingu á lögum SÍB, að fulltrúaþing verði framvegis
þriðja hvert ár. Aðalfundir kennarasamtaka kjósi fulltrúa
á þingið, og að baki hvers fulltrúa séu 20 félagar. Stjórn
og varastjórn skal kjörin af einum lista, og skulu þeir 7,
sem flest atkvæði fá, hljóta sæti í aðalstjórn, en næstu
5 vera varamenn.“
Þá voru og samþykktar eftirfarandi tillögur:
„Fjórtándi aðalfundur K.S.A. beinir þeirri eindregnu
áskorun til Ríkisútgáfu námsbóka, að hún láti endurskoða
skólaljóð þau, sem nú eru notuð, og gefi þau út að nýju
með skýringum, sem séu með sama sniði og skýringar við
lesbækur unglingastigsins.
Ennfremur telur fundurinn brýna nauðsyn, að Ríkis-
útgáfa námsbóka gefi út handbók fyrir kennara um vinnu-
bókagerð."
„Fjórtándi aðalfundur K.S.A. óskar eftir breytingum
á einkunnastiga við réttritunarverkefni barna- og fullnað-
arprófs á þá leið, að jöfnuð verði meir en er bilin milli
7 og 10.“
„Fjórtándi aðalfundur K.S.A. haldinn að Egilsstöðum
28. og 29. júní 1958, beinir þeirri áskorun til Ríkisútgáfu
námsbóka, að hún gefi út eins fljótt og unnt er:
a) Forskriftarbækur fyrir barnaskólastigið. Ennfremur
nýjan einkunnamælikvarða í skrift.