Menntamál - 01.12.1958, Page 193
MENNTAMÁL
245
ORÐSENDING FRÁ LANDSAMBANDI
FRAMHALDSSKÓLAKENN ARA.
Reykjavík, 6. jan. 1958.
Á síðasta þingi Landssambands framhaldsskólakenn-
ara, sem haldið var í september 1956, var samþykkt, að
árgjaldið skyldi vera kr. 100 að viðbættu 50 króna gjaldi
fyrir Menntamál.
Enn fremur var samþykkt að taka upp sama hátt á
innheimtu þess og er á árgjaldi Sambands íslenzkra barna-
kennara, þ. e. a. s. að innheimta það hjá ríkisféhirði af
launum kennara.
Landssamband framhaldsskólakennara hefur á undan-
förnum árum unnið að stórbættum launakjörum fram-
haldsskólakennara. Nemur hagnaður hvers kennara af
þeirri starfsemi sambandsins þúsundum króna árlega eins
og rakið var að nokkru í Sambandstíðindum L.S.F.K.
síðasta vetur. Landssambandið lítur því svo á, að hver
kennari kjósi að vera í samtökum þess og veita því þar
með sinn styrk til starfa fyrir hagsmuni kennara.
Árgjaldið fyrir skólaárið 1956—57 er fallið í gjald-
daga og þegar greitt af mörgum, t. d. hafa allir kennarar
gagnfræðastigsins í Reykjavík innt það af hendi.
Stjórn Landssambandsins hefur nú ákveðið, að árgjald-
ið — kr. 100 — verði innheimt af launum kennara hjá
ríkisféhirði um mánaðamótin janúar—febrúar n.k., hafi
það ekki verið greitt fyrr með öðrum hætti. Þá verður
um leið innheimt áskriftargjald fyrir tímaritið Mennta-
mál, kr. 50, hjá þeim kennurum, sem ekki hafa greitt
árg. 1957.
Landssambandið treystir því, að enginn framhaldsskóla-
kennari telji eftir að greiða þetta lága árgjald og tímarit
kennarasamtakanna.
Tilkynning um næsta fulltrúaþing sambandsins verður