Menntamál - 01.12.1958, Page 194
246
MENNTAMÁL
send í byrjun næsta mánaðar. Þá mun einnig auglýst
námskeið, sem sambandið hefur forgöngu um næsta sum-
ar, en komið hefur til tals að halda slíkt námskeið í ein-
hverjum héraðsskólanum. Væri fróðlegt að heyra álit
kennara á því.
Með félagskveðju.
F.h. stjórnar LcmdssambancLs framhaldsskólakennara.
Helgi Þorláksson, formaSur.
Halldóra Eggertsdóttir, gjaldkeri.
JÓN ÞORKELSSON OG 200. ÁRTÍÐ HANS.
Menntamálaráðuneytið skipaði nefnd á síðastliðnu ári
til þess að gera tillögur til ráðuneytisins um það, hvernig
minnzt skuli 200. ártíðar Jóns Þorkelssonar, rektors í
Skálholti, en hún verður 5. maí 1959.
1 nefndinni eru: Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri,
Bjarni M. Jónsson, námsstjóri, Egill Hallgrímsson, fyrrv.
kennari, Einar Kr. Einarsson, skólastjóri, og Gunnar M.
Magnúss, rithöfundur.
Nefndin hefur skilað tillögum til ráðuneytisins, og hef-
ur ráðuneytið fyrir sitt leyti m. a. fallizt á eða staðfest
eftirfarandi meginatriði:
1. Að gefið verði út minningarrit um Jón Þorkelsson.
Gunnari M. Magnúss rithöfundi hefur verið falið að
semja það, en Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur það
út.
2. Að gefið verði út frímerki — eitt eða fleiri — 5. maí
1959. Það verði gert á vegum póst- og símamála-
stjórnarinnar.
3. Að gerð verði minnismerki um Jón Þorkelsson í
Njarðvíkum og Reykjavík, með frjálsum framlögum,