Menntamál - 01.12.1958, Síða 196
248
MENNTAMÁL
VERÐLAUN I RITGERÐASAMKEPPNI BINDINDIS-
FÉLAGS ÍSLENZKRA KENNARA ÁRIÐ 1958.
Eins og auglýst var í Ríkisútvarpinu á öndverðum
vetri, efndi B.Í.K. til samkeppni meðal nemenda í 3.
bekkjum mið-, héraðs- og gagnfræðaskólanna í landinu
um ritgerðarefnið æskan og áfengið. Þátttaka varð ekki
mikil. Þó bárust ritgerðir úr 8 skólum.
Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun, sem hér segir:
1. verðlaun, 500 krónur, hlaut Jóna E. Burgess, Gagn-
fræðaskóla Keflavíkur. — 2. verðlaun, 300 krónur, hlutu
Hilmar F. Thorarensen, Reykjaskóla, Sigurjón Jónsson,
Gagnfræðskóla Vestmannaeyja, og Hermann Einarsson,
sama skóla. — 3. verðlaun, 200 krónur, hlutu Valur Odds-
son, Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja, Þorbjörg Jónsdótt-
ir, sama skóla, og Stefán Bergmann, Gagnfræðaskóla
Keflavíkur.
Stjórn Bindindisfélags íslenzkra kennara þakkar þeim
skólastjórum, sem greiddu fyrir þessari ritgerðasam-
keppni, og þá ekki síður nemendunum, sem tóku þátt í
henni.
SKÓLASÝNINGIN í LONDON VORIÐ 1959.
Dagana 26. maí til 4. júni 1959 verður stórkostleg skólasýning í
London, og segir í bréfi til menntamálaráðuneytisins frá ritara sýn-
ingarinnar, Ronald Gould, að þetta verði umfangsmesta skólasýning
Bretaveldis, ef ekki heims, til þessa.
Brezka kennarasambandið gengst fyrir sýningunni, og nýtur það
stuðnings menntamála- og atvinnumálaráðuneytanna, landssambands
fræðslumála og borgarráðs Lundúna og helztu samtaka iðnaðarmanna,
vinnuveitenda og verkamanna.
Af bráðabirgðaskrá má ráða, að bókstaflega öll svið skóla- og fræðslu-
mála, starfsvals og atvinnulifs verði kynnt á sýningunni.
Fyrirspurnir má senda til Fred Jarvis, M. A., Exhibition Director,
Hamilton House, Mabledon Place, London W.C.l.
Nafn sýningarinnar er The National Education and Careers Exhi-
bition.