Menntamál - 01.12.1958, Síða 199
L Ö G
TEIKNIKENNARAFÉLAGS ÍSLANDS.
1. gr.
Félagið lieitir: Teiknikennarafélag íslands.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
a) Að auka samstarf meðal teiknikennara.
b) Að beita sér fyrir umbótum á hag stéttarinnar og styrkja réttindi
hennar.
c) Að koma betra skipulagi á teiknikennslu í skólum landsins.
d) Að beita sér fyrir umbótum á aðstöðu til teiknikennslu.
3. gr.
Tilgangi sínum liyggst félagið ná með því:
a) Að gangast fyrir fundahöldum, fræðandi erindum og námskeiðum.
b) Að þeir, sem rétdndi hafa til teiknikennslu, sitji fyrir um stöðu-
veitingar.
c) Að vinna að því, að teikniskylda verði frá 7 ára aldri.
d) Að stuðla að því, að stéttin eigi þess kost að fylgjast með nýjungum
í teiknikennslu í skólum erlendis.
4. gr.
Inngöngu í félagið getur hver sá fengið, sem lokið hefur teikni-
kennaraprófi, eða er starfandi teiknikennari í barna- eða gagnfræða-
skóla.
5. gr.
Aukafélagar geta þeir orðið, er lokið hafa teiknikennaraprófi, þótt
ekki hafi jjeir fengið kennarastarf. Skulu þeir hafa tillögurétt á fund-
um, en ekki atkvæðisrétt. Sama gildir um teiknikennara, sem sökum
veikinda eða annarra orsaka leggja niður kennslustörf.
6. gr.
Árgjald félagsmanna er kr. 100,00, og greiðist fvrir lok hvers alman-
aksárs. Aukafélagar greiði hálft árgjald. Reikningsár félagsins er
almanaksárið.
7. gr.
Aðalfund félagsins skal halda í janúar ár hvert. Skal boða til hans
með mánaðar fyrirvara, og er hann lögmætur, ef i/3 félagsmanna mæt-
ir. Verði aðalfundur ekki lögmætur, skal boða til hans aftur með viku
fyrirvara, og er hann þá lögmætur, hve fáir sem mæta.
8. gr.
Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna stjórn og tvo varamenn.
Stjórnin skal sjálf skipta með sér verkum. Kosningar skulu vera leyni