Menntamál - 01.12.1962, Page 64
278
MENNTAMAL
Þetta getur þó ekki orðið, fyrr en þeir eru orðnir svo kunn-
ugir, að þeir vita, hverjir eru „duglegir“ og hverjir ekki,
hverjir vinna hægt og hverjir hratt. Þeir hópar, sem nú
myndast, eru mjög ólíkir, hvað snertir hæfni og hraða.
Þegar gáfaðir og hraðvirkir nemendur hefja samstarf við
jafningja, meðalgreindir við þá, sem eru á líku stigi, og
lítt gáfaðir við þá, sem seinfærir eru, þá verða úrlausnir
hópanna á margan hátt mjög mismunandi.
Allir veita þessum mikla mun athygli, þegar frásögnin
hefst og verkefnin eru lögð fram. í hópum, sem geta sýnt
falleg og vel unnin verkefni, eru þátttakendurnir glaðir
og ánægðir, já, og hrósa sér jafnvel af dugnaði sínum. En
samtímis eru félagarnir í slöppu og seinfæru flokkunum
óánægðir og horfa á árangur hinna sumir með aðdáun, en
aðrir með öfund eða gremju.
Sumum í seinfæru hópunum finnst, að það sé ekkert
undarlegt, þótt árangurinn hafi orðið svo ójafn, þar sem
þeir duglegustu hafi valizt saman, og í sumum hópunum
séu aðeins þeir, sem lítið geta unnið. Erfitt er að segja,
hve fljótt tekst að leysa það vandamál að fá jafnari ár-
angur hjá hópunum,
Þegar rætt var um hinn mikla getumismun nemenda,
kom oft strax fram tillaga um, að breyta skipan flokk-
anna þannig, að duglegustu nemendurnir gengju í lið
með þeim lélegu.
Stundum hafa börnin í starfslitlu hópunum komið sér
saman um að keppast við til þess að ná betri árangri. Góð-
ur vilji er oft mikils verður og sigursæll en þeir komast
fljótt að því, að í næsta skiptið verður bilið enn þá breið-
ara, því að hinir hóparnir leggja sig einnig fram eftir
beztu getu.
Slík breyting sem þessi er áhættusöm. Ef þeir sein-
færu og treggáfuðu sannfærast um, að erfiði þeirra ber
engan árangur, gefast þeir hreinlega upp. Þá segir kenn-
arinn gjarna við nemendurna eitthvað á þessa leið: „Finnst