Menntamál - 01.12.1962, Side 67
MENNTAMAL
281
félagslega andrúmslofti, þar sem þeir öðlast sameiginleg
áhugamál og læra að skilja, að þeir hafa skyldur að rækja
hver við annan. Og fái þessir nemendur, þegar þeir vaxa
upp, ófélagslega eða eigingjarna lífsýn, á samfélagið
vissulega sinn stóra þátt í því með slíkri sundurgrein-
ingu, sem fram fór í æsku þeirra.
Það er sorglegt umhugsunarefni, hve kennarar hafa
mjög einblínt á hinar „háu einkunnir" og gleymt, að eitt
af mikilvægustu hlutverkum skólans er það að ala nem-
endur sína upp til hins sanna manndóms, til virðingar
fyrir manneðlinu. Því að „hvað stoðar það manninn, þótt
hann eignist allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu
sinni.“
Skólinn á að gefa nemendunum tækifæri til að eign-
ast sameiginleg áhugamál, starfa hver með öðrum og hver
fyrir annan, þegar um sameiginleg verkefni og vanda-
mál er að ræða. Það getur aldrei gefið góða raun að greina
þá fyrst í flokka eftir einhverri ákveðinni hæfni, og reyna
síðan að fylla í rifur samábyrgðarinnar og samkennd-
arinnar með rabbi um „skyldur vorar hver við annan“.
Lífsreynsla og lærdómur verða að haldast í hendur: Nem-
endurnir eiga að læra af þeirri reynslu, sem samlífið með
félögunum hefur veitt þeim, og beita síðan þeirri reynslu
í félagslífinu.
Félagsgagnrýni og sjálfsgagnrýni í félagslegu uppeldi.
Með frásögnunum verður hin sameiginlega ábyrgð á
frammistöðu hópsins ákveðnari og öllum ljósari. Það
heyrast oft dómar, sem falla eitthvað á þessa leið: „Okkar
hópur leysti sitt hlutverk ekki vel að þessu sinni. Yið skul-
um standa okkur betur, þegar við fáum næsta verkefni.“
Meðan á því stendur, að nemendur hjálpast að við að
bæta árangurinn, eykst krafan um, að sá, sem hjálpar
nýtur, leggi sig fram. Ef hann gerir það ekki, fær hann
hiklaust að heyra, að vinna hans mundi verða betri, ef