Menntamál - 01.12.1962, Qupperneq 74
288
MENNTAMÁL
þeir geta gert til þess að ná betri árangri. í næsta sinn
verður svo allt ljósara og öruggara. Starfið verður þannig
ákveðin skipting milli takmarks, vinnu, gagnrýni á starf-
inu og svo nýs takmarks. Sé aðferðinni beitt með gætni,
öryggi og skilningi, er hún ágæt. Hún miðar að því að
temja nemendum þá sjálfsstjórn, sem er æðsta takmark
alls uppeldis. En hún hæfir ekki öllum. Hún leiðir inn á
veg, þar sem margar hættur eru af ýmsu tagi, og sá, sem
fer inn á þann veg, verður að ganga hann með gætni.
Drepið á fleiri atriði.
Hugsum okkar að ákveðinn skóli, við getum nefnt hann
A, sé vel metinn og talin góð fræðslustofnun. Hann hefur
tiltölulega samstæða nemendur, þar sem þeir eru flestir
á sama aldri. Hópurinn verður samstæðari, þegar hægt er,
eins og víða í fjölmennum skólum í Svíþjóð, að flokka í
deildir eftir kynjum allt frá 9 ára aldri.
Þegar bekkirnir eru byggðir upp af nemendum, sem
hafa líka námsgetu, hefur það kosti við einhliða bekkjar-
kennslu, þegar allir vinna að sama verkefni. Því minni
munur sem er á starfsgetu nemendanna, því auðveldara
er að halda þeim við störf og því minni tími fer til ónýtis
að bíða eftir félögum, sem eru seinfærari. Við slíkar
kennsluaðstæður verður því óskabekkur hvers kennara
þannig samsettur, að starfsgeta nemendanna sé sem allra
líkust.
En bekkjarkennslan, í hinu öfgafulla formi sínu, er i
rénun. Flestir kennarar beita nú vafalaust að einhverju
leyti einstaklingslegri vinnu. Og um leið og skólastarfið
verður persónulegra, skiptir það minna máli, þótt starfs-
hraði og starfsgeta nemendanna sé ólík. Við skipuleg
flokkastörf, þegar nemendur velja sér verkefni, vinna sam-
an o. s. frv., er það á vissan hátt hagkvæmt, að nemend-
urnir séu ekki allt of samstæðir í störfum. Samstarf hóp-
anna verður fjölbreyttara og áhugamálin fleiri, og afleið-