Menntamál - 01.12.1962, Page 83
MENNTAMAL
297
Kennarar geta yfirleitt komiS því svo fyrir, að nemend-
ur velji sér þær námsgreinar, sem þeim henta bezt og þeir
ráða við. Á þann hátt flokkast nemendur saman eftir
námshæfni, svipað og hér tíðkast.
Vegna valfrelsis námsgreina er ekki um bekkjardeildir
að ræða í þeim skilningi, sem við eigum að venjast hér.
Þegar kennslustund er lokið, tvístrast nemendahópurinn
að meira eða minna leyti milli ýmissa námsgreina. Einnig
sitja saman í „kúrsi“ misjafnlega gamlir nemendur, því
að einn getur valið sér grein á 1. misseri sínu í skólan-
um, en annar dregið hana til síðasta misseris síns.
Þessu fyrirkomulagi fylgir einnig, að nemendur „falla“
ekki á prófum á sama hátt og hér. Ljúki nemandi ekki
grein með viðhlítandi árangri, þarf hann aðeins að endur-
taka þá grein, en ekki allar hinar líka. Ennfremur kemur
þetta fyrirkomulag í veg fyrir, að nemendur, sem ná ekki
viðhlítandi árangri í einhverri grein, geti samt haldið
áfram í henni næsta vetur án nægilegs undirbúnings, ein-
ungis af því, að meðaltal annarra óskyldra greina lyftir
þeim upp í næsta ,,bekk“.
Hver kennari hefur sína stofu.
Það fyrirkomulag vakti strax athygli mína, að hver
kennari hefur sína kennslustofu, er þar allan skólatímann
og sér um stofuna og það, sem í henni er. Með þessu móti
getur kennarinn haft hjá sér öll þau gögn, sem hann kann
að þurfa á að halda við kennsluna, og hefur þetta geysi-
mikla þýðingu í greinum eins og náttúrufræði.
Nemendur fara á milli kennslustofanna í frímínútun-
um, sem á þann hátt verða ekki frímínútur eins og við
þekkjum þær. Það er t. d. útilokað fyrir nemendur að
fara í leiki, hafa í frammi ólæti eða annað þvílíkt í þess-
um 5 mínútna kennsluhléum, þar eð þeir þurfa þá að kom-
ast 1 aðra stofu, sem oft er í annarri álmu skólabyggingar-