Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL
113
án þess að skerða tign okkar fögru fjalla — og heilög vötn
liníga enn af himinfjöllum, eins og á clögum dýrðarmanns-
i?is — Adams frá Brimum.
Loks tókst okkur einnig að hrinda af okkur erlendri
áþján og eignast; islenzkan þjóðhöfðingja, sem við nefndum
tignarheitinu Forseti, sem er eitt fegursta dýrðarlieiti ís-
lenzkrar tungu — nátengt mannúð og réttdœmi.
Við höfum til þessa aðeins eignast tvo innlenda þjóð-
höfðingja: herra Sveiii Björnsson, sem kjörinn var af al-
þingismönnum við lýðveldistökuna 1944, og núverandi for-
seta, herra Asgeir Ásgeirsson, gestgjafa okkar, sem fyrstur
var kjörinn forseti ÍSLANDS með þjóðaratkvœði.
Það er ekki af liégóma mœlt, þótt ég fullyrði það, að ís-
lenzkri kennarastétt hefur löngum fundizt, að hún œtti þig
að athvarfi.
Við, sem gerumst nú gamlir og liárir, erum allir nem-
endur þínir — beint eða óbeint. — Við erum annað tveggja
nemendur þínir frá Kennaraskólanum eða þá að við réð-
umst ungir undir þinn áraburð, þegar þú varst frœðslu-
málastjóri. Eg cetla mér ekki þá dul að tíunda afburði þina
sem forystumanns islenzkra skólamála, þegar þau voru i
deiglunni á öndverðum tugum þessarar aldar. — Til þess
er hvorki staður né stund.
Ég œtla aðeins að tíunda tvenn lýsigull, sem þú lagðir i
lófa okkar: mannúð og þjóðlegar menntir.
Sem dœmi um mannúð brýndir þú fyrir okliur orð
Einars Benediktssonar: — ritning er hljómlaus, hol og
dauð, ef hjarta les ekki i málið. — Sem dœmi um ást þina
á þjóðlegum menntum brýndir þú ogfyrir okliur, að höfuð-
kostur vœri það islenzkum kennurum — að þekkja til
nokkurrar lilitar rætur hins gamla, norræna, mikla meiðs
Yggdrasils, en jafnframt temja sér hlustnæmi liins gamla
goðs — Heimdallar, sem heyrði grasið gróa á hverju nýju
vori.
Nú er komið að kveðjustund, herra forseti. — Þú munt