Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 103
MENNTAMÁL
211
má gera sér nokkuð glögga grein fyrir aðstæðum í viðkom-
andi löndum og telja verður, að mikinn fróðleik sé að
finna í gögnum þessum. Það er skoðun sambandsstjórnar,
að samtökum okkar sé nokkur styrkur að þátttöku í þessum
samtökum, enda þótt því fylgi óhjákvæmilega nokkur kostn-
aður. Verður mál þetta rætt undir sérstökum lið hér á
þinginu.
Forystumenn kennarasamtakanna í Svíþjóð, Finnlandi,
Noregi og Danmörku hafa í áratugi komið saman einu
sinni á ári til skiptis í löndunum og rætt og skipzt á upp-
lýsingum um kjaramál kennara, skóla- og uppeldismál.
Sambandi ísl. barnakennara hefur oftast verið boðin þátt-
taka í þessum ráðstefnum, en mjög sjaldan sent fulltrúa.
Haustið 1966 ákvað sambandsstjórn að senda fulltrúa á
ráðstelnuna, einnig fór fulltrúi frá L.S.F.K.
Á ráðstefnunni, sem haldin var í Osló, kom fram hug-
mynd um það að stofna norrænt kennarasamband, og voru
lögð fram af Finnlands hálfu drög að lögum fyrir samband-
ið. Málið var mikið rætt, en að lokum var ákveðið að taka
málið fyrir á næstu ráðstefnu, sem haldin var í Stokkliólmi
í jan. sl. S.Í.B. og L.S.F.K. sendu einnig fulltrúa á þessa
ráðstefnu, og lögðu þeir fram ýmsar fjölritaðar upplýsing-
ar um launa- og kjaramál íslenzkra kennara. I Stokkhólmi
var samþykkt lagaírumvarp um stofnun norræns kennara-
sambands. Norræna kennarasambandið telst þó ekki form-
lega stofnað, fyrr en stjórnir aðildarfélaganna eða þing þeirra
hafa staðfest lagafrumvarpið. Sambandsstjórn mun leggja
það fyrir þetta þing.
Það er einróma álit stjórnar S.Í.B., að okkur sé þörf á
því að hafa náið samband við kennarafélögin á Norður-
löndum, og telur hún því rétt, að S.Í.B. gerist fullgildur
aðili að norræna kennarasambandinu.
7) Byggingarsamvijmufélag barnakennara. Stjórn Bygging-
arsamvinnufélags barnakennara hefur óskað þess við stjórn