Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 64
172
MENNTAMAL
háttum, sem ýmist eru komnar í framkvæmd eða á döfinni,
vék skólastjórinn að gagnrýni á skólann, sem fram hefur
komið á opinberum vettvangi, og kvaðst í því sambandi
hafa undrazt tvennt, annars vegar hversu mild hún hefur
yfirleitt verið og hins vegar að skólanum væri oft ætluð
ýrnis hlutverk, sem ekki aðeins væri honum óviðkomandi,
heldur beinlínis óheimil, svo sem ýmsar fráleitar hug-
myndir um að Kennaraskólinn ljeri ábyrgð á mikilvægum
þátturn lagasetningar og framkvæmdastjórnar fræðslumál-
anna. í heild virtust áhugamenn um kennaramenntunina
fremur velta fyrir sér breyttri menntun undir kennaranám
en nauðsynlegum breytingum á kennaranáminu sjálfu.
Dr. Broddi kvað kennaramenntun með fámennri þjóð
vera í eðli sínu og faglegri kröfu jafnfjölþætta og stranga
og með stórum þjóðum, sem ættu styrk í miklum auði og
mörgum menntastofnunum með frjórri samvinnu og frjórri
samkeppni. Vandamálin, sem eygja þyrfti, skilja, greina og
leysa væru áþekk með öllum skyldum þjóðum. Þau krefð-
ust skarpskyggni, þekkingar, þreks og vinnu — og vinna
krefðist fjármagns og tækja.
Er skólastjóri hafði afhent hinum nýju kennurum og
stúdentum prófskírteini sín og nokkrir nemendur tekið
við verðlaunum fyrir námsafrek, flutti dúxinn á stúdents-
prófinu, Guðfinnur Sigurfinnsson, ávarp. Ennfremur flutti
Hrefna Þorsteinsdóttir skólastjóri kveðju frá 20 ára kenn-
urum, Sigvaldi Hjálmarsosn ritstjóri kveðju frá 25 ára
kennurum og Skúli Þorsteinsson námsstjóri kveðju frá Sam-
bandi íslenzkra harnakennara.
Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, var viðstadd-
ur skólaslitin og færði skólanum hamingjuóskir og þakkir
fyrir störf hans í 60 ár. Sérstaklega óskaði ráðherra skólan-
um til hamingju með fyrsta stúdentahópinn. Þá skýrði hann
frá því, að næsta haust skuli stúdentar eiga kost á nýju námi
við Háskóla íslands, námi í náttúrufræðum, þ. e. a. s. líf-
fræði, landafræði og jarðfræði til B.A. prófs við verkfræði-