Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 98
206
MENNTAMÁL
var við formann B.S.R.B., sem á sæti í nefndinni, um það,
hvort unnt yrði að gera þær breytingar á lögunum, sem
tryggðu, að þau tækju til stundakennara. Þetta var rætt í
nefndinni, en hún mun ekki hafa talið unnt að leggja til
breytingar í þessa átt.
6) Viðrœður um ýmis ágreiningsmdl. Þess er áður getið,
að haustið 1966 var skipuð nefnd af hálfu kennarasamtak-
anna til viðræðna við undirnefnd samninganefndar ríkis-
ins um ýmis óljós atriði varðandi vinnutíma og kjör kenn-
ara. B.S.R.B. beitti sér fyrir skipun nefndarinnar. Nefnd-
in hélt nokkra fundi, en langur tími leið milli funda.
Horfur voru á samkomulagi um mörg atriði, en þegar síð-
ustu fundirnir voru haldnir, var ljóst, að kjarasamningnum
yrði sagt upp í ársbyrjun 1967. Kom þá í ljós nokkur tregða
hjá l'ulltrúum ríkisins um að ganga endanlega frá þeim
atriðum, sem samkomulag var um í nefndinni. Var bent á
það af þeirra hálfu, að eðlilegast væri, að semja um þessi
atriði í heildarsamningum, og að lokum var fulltrúum kenn-
ara tjáð, að samninganefndin hefði ekki getað fallizt á sam-
komulagið. Féllu nefndarfundir þá niður og hafa ekki ver-
ið haldnir síðan.
Það kom hins vegar í ljós, þegar samninganefnd ríkisins
lagði fram kröfur sínar við upphaf samninga, að viðræður
og óformlegt samkomulag í nefndinni hafði ekki haft nein
áhrif á kröfugerð ríkisins.
Með vaxandi sambandi við kennara úti um land hefur
komið í Ijós, að mörg atriði varðandi kjör kennara eru
framkvæmd á mismunandi vegu. Er Jiar einkum til að
dreifa Jreim atriðum, sem ekki eru til skýr lagaákvæði um
eða framkvæmd eru eftir túlkun fræðsluyfirvalda. Skilning-
ur þeirra og sambandsstjórnar er í sumum tilvikum ekki sá
sami, og leiðir þetta þá að sjálfsögðu til ágreinings.
Það er skoðun sambandsstjórnar, að l)rýn nauðsyn sé á
Jrví, að reynt verði á næstunni að samræma túlkun og