Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 50
158
MENNTAMÁL
metnar til jafns við bóklegar námsgreinar í sambandi við
einkunnargjafir og tímaniðurröðun á stundaskrám.
Þingið telur nauðsynlegt, að skólahúsnæði verði svo búið,
,að kennarar geti nnnið öll sín störf í skólanum á samfelld-
um og föstum vinnutíma og stundatöflur nemenda séu
einnig samfelldar.
Tímaritið Menntamál
Þingið heimilar stjórn L.S.F.K. að gera breytingar á út-
gáfu Menntamála með það í huga, að tímaritið þjóni betur
þeim tilgangi að flytja fréttir og koma á framt’æri skoðun-
um einstakra meðlima á þeim málum, sem eru efst á baugi
í skólamálum hverju sinni.
Greinargerð:
Sú hugmynd hefur komið fram hjá stjórnum S. I. I». og
L.S.F.K., að útgáfu Menntamála verði breytt á þann veg
að það komi út 7—8 sinnum á ári, kennslumánuðina. Verði
með því hægt að flytja fréttir jafnóðum og eitthvað frétt-
næmt gerist, einnig flytti það stuttar ritgerðir um ýmis mál.
Stjórnir svæðasambandanna hefðu sem nánast samband við
útgáfustjórn og kæmu á framfæri fréttum og athugasemdum
frá sínum svæðum. Þessi breyting hefði það e. t. v. í för með
sér að breyta yrði broti tímaritsins. Það yrði í stærra broti,
hvert hefti minna að blaðsíðutali, fleiri myndir og kannske
dýrara, en þá um leið hentugra miðlunartæki.
Ályktanir um námsbœkur.
Tólfta þing LSFK telur eðlilegt, að kennarar skoði Ríkis-
útgáfu námsbóka sem dýrmæta þjónustustofnun við starf
sitt og stuðli að vexti hennar og viðgangi.
Þingið telur æskilegt, að Ríkisútgáfa námsbóka hafi for-
ystu um útgáfu íslenzkra kennslubóka, ekki einungis fyrir
skyldunámið, heldur fyrir gagnfræðastigið allt og þá um
leið fyrir framhaldsskólana yfirleitt.