Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 88
196
MENNTAMÁL
kennsluskyldu kennara á dagvinnutíma. Kennslustund-
ir kennara skulu vera samfelldar.
Verði eyða í samfelldum starfstíma kennara, skal reikna
þann biðtíma sem kennslutíma.
6) Heimilt skal að fella niður kennslu á laugardögum
með samkomulagi hlutaðeigandi skólanefndar, skóla-
stjóra og kennara.
7) Um kaffitíma kennara gildir samkomulag það, sem
ríkisvaldið hefur gert við kennarasamtökin.
Matartími skal eigi vera skemmri en 55 mínútur á
tímabilinu 11.45—13.25, og skal vera hinn sami hjá
öllum kennurum skólans. Sé matartími styttri en
klukkustund, lýkur daglegum starfstima skóla þeim
mun fyrr.
8) Greiddar skulu sem yfirvinnustundir allar þær kennslu-
stundir, sem kenndar kunna að vera umfram vikulega
kennsluskyldu, þótt unnar séu á dagvinnutíma skólans.
Greiða skal með fullu yfirvinnukaupi allar kennslu-
stundir, sem falla utan dagvinnutíma skólans, þar með
taldir matartímar.
Samanlagðar eftirvinnustundir á viku séu aldrei fleiri
en 10. Eftirvinna telst tvær fyrstu kennslustundirnar
eftir að dagvinnutíma lýkur, en þá taki næturvinna
við. A laugardögum hefjist þó helgidagavinna við lok
dagvinnutíma.
9) Greiða skal hluta af kennslustund, er gengur yfir á
eftirvinnutímabil þannig, að hver mínúta unnin í yfir-
vinnu greiðist, eftir því sem við á, með 0 eða ^/45
launa fyrir kennslustund.
10) Skólastjórum 9 mánaða skóla skal greiða aukaþóknun,
er nemi einum mánaðarlaunum þeirra.
III.
Sambandsstjórn beinir því til kjararáðs, að reynt verði
að ná bráðabirgðasamkomulagi við samninganefnd ríkis-