Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 74
182
MENNTAMÁL
fjármálaráðherra og málið skýrt fyrir honum. Lofaði hann
að athuga kröfur okkar í samráði við formann B.S.R.B.,
sem sat þennan fyrsta fund með ráðherra. Þessi athugun tók
alllangan tíma. Stjórn L.S.F.K. ákvað að setja fram þá vara-
kröfu, að allir sem höfðu lokið kennaraprófi fyrir 1. júní
1952 yrðu færðir upp. Fékk hún Jóhann Þórðarson lög-
fræðing til þess að gera greinargerð um þá kröfu. Sú grein-
argerð ásamt kröfunni var síðan send til fjármálaráðherra.
Var síðan gerð skrá yfir þá kennara svo og einnig yfir hinn
hluta hópsins. Þessi skrá var síðan send fulltrúa fjármála-
ráðuneytisins.
Nú hefui fengizt ákveðið loforð um flutning þeirra
kennara, sem höfðu lokið kennaraprófi fyrir 1. júní 1952
og byrjað kennslu haustið 1953.
Von er til að hægt verði að tilkynna þetta nánar á þing-
inu. Engin loforð hafa verið gefin um flutning á þeim,
sem þá eru eltir, en sjálfsagt er að fylgja því máli eftir, og
kanna enn allar hugsanlegar leiðir til lausnar. Þó þessi af-
greiðsla sé ekki í fullu samræmi við samþykktir síðasta
þings, verður þetta þó að teljast spor í áttina.
IV. Kennarasamtök Islands.
A síðasta þingi var samþykkt tillaga þess efnis að gera
tilraun til þess að sameina alla kennara í ein samtök. Þegar
farið var að kanna þetta nánar, kom fljótlega í ljós, að
þetta mál þyrfti allmikinn undirbúning. Nýlega hafði all-
stór hópur einstakra kennara svo og tvö kennarafélög sagt
sig úr L.S.F.K.
Félagi háskólamenntaðra kennara var samkvæmt þing-
samþykkt send nákvæm greinargerð um afskipti L.S.F.K.
af þeirra málum undanfarin ár, en eina meginástæðu fyrir
úrsögn sinni töldu þeir vera, að stjórn L.S.F.K. hefði ekki
sinnt þeirra hagsmunum sem skyldi.
Einnig var þeim skrifað bréf, þar sem þeim var tjáð, að
stjórn L.S.F.K. áliti eðlilegast, að kennarar, sem hefðu