Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL
147
skólans. Sú aukavinna hefur verið nauðsynleg, en ekki æski-
leg. Kennarinn þarf að njóta sín við kennslustarfið. Hann
nær ekki þeirn árangri, sem hann er hæfur til, ef hann
getur ekki helgað sig kennslustarfinu óskiptur í hugsun og
verki. Þreyttur kennari er slæmur kennari.
Fjöldi útskrifaðra kennara frá Kennaraskóla íslands hef-
ur aukizt mjög hin síðari ár, en þrátt fyrir það er kennara-
skorturinn geigvænlegur.
Árið 1965—’66 voru réttindalausir kennarar 134 eða
14.05%, árið 1966-67 148 eða 15,5870 og árið 1967-68
voru þeir 141 eða 14,24%. Þessar tölur eiga við starfandi
kennara við barnaskóla.
Það er ljóst, að mjög margir kennarar með réttindum til
barnakennslu velja sér önnur störf, sem eru betur launuð
en kennslustarfið. Þessi þróun er ískyggileg. Hið opinbera
starfrækir fjölmennan, dýran skóla, sem annast menntun
kennara, en mikill fjöldi þeirra hverfur ekki að kennslu-
starfi að námi loknu. Hlýtur það ekki að vera hagsmunamál
hins opinbera ekki síður en kennarastéttarinnar, að launa-
kjör kennara séu viðunandi? Hvað verður nú, ef þrengist
um atvinnu? Þá fá kennarar ekki aðgang að frjálsum
vinnumarkaði, og þeim er heldur ekki unnt að lifa af föstu
laununum. Verður hjá því komizt að hækka laun þeirra
verulega? Ég held ekki.
Fáum stéttum er nauðsynlegra en kennarastéttinni að við-
halda og auka menntun sína. Kennaraprófið á ekki að vera
lokastig kennaramenntunar. Kennarar þurfa að fylgjast vel
með öllum nýjungum grannþjóða í kennslu og uppeldis-
málum. Það geta þeir því aðeins í nægilega ríkum mæli, að
efnahagur þeirra sé ekki þrándur í götu.
Þó er rétt að láta þess getið til þess að kennarar njóti
sannmælis, að þrátt fyrir lág laun liafa þeir sótt mjög vel
þau námskeið, sem fræðslumálastjórn, námsstjórar og kenn-
arasamtök hafa beitt sér fyrir. Nauðsynlegt er að skipu-
leggja námskeiðin betur og auka fjölbreytni þeirra. Það