Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 38
146
MENNTAMÁL
eins rúmur og sveigjanlegur rammi um skólakerfið. Það
er þeirra kostur.
Við ákvörðun námselnis í íslenzkum skólum væri mjög
æskilegt að gera nákvæman samanburð á námskröfum og
kennslustundafjölda í skólum annarra þjóða. Á hinum
Norðurlöndunum er t. d. samanlagður kennslustundafjöldi
fyrstu 6 námsárin rneiri en hjá okkur.
Ef stefnt verður að því að lækka stúdentsaldurinn og
auka verulega námsefni á skyldustigi, verður varla hjá því
komizt að lengja skóla okkar eða fjölga daglegum kennslu-
stundum, nema lrvort tveggja sé. Hef ég þá í huga mjög
misjafnan starfstíma skólanna.
Á uppeldismálaþingum, sem haldin eru annað hvert ár,
eru rædd kennslu- og uppeldismál. Á fulltrúaþingum eins
og þessu eru þau einnig rædd, en einkum er þó fulltrúa-
þingum ætlað að fjalla um hagsmunamál kennarastéttar-
innar, launa- og kjaramál. Hagsmunamál kennara ættu
raunar aldrei að liggja utangarðs, þegar skólamál eru rædd.
Skóli starfar ekki án kennara, og kennarar fást ekki, nema
þeir geti lifað af starfi sínu. En hvernig er þá umhorfs í
þeim efnum?
Mánaðarlaun kennara í 9 mánaða barnaskóla eru nú:
byrjunarlaun kr. 12.297.00, en full laun eftir 12 ára starf
kr. 14.955.00. Laun skólastjóra eru þó nokkru hærri eftir
stærð skólanna, en þó hvergi nærri í samræmi við ábyrgð og
vinnudag. Öllum hlýtur að vera ljóst, að laun barnakenn-
ara nægja ekki til lífsframfæris fjölskyldu, jafnvel þótt
fámenn sé. Húsaleigan ein gleypir oft helming launanna
eða fast að jrví. Þá eru aðeins eftir 7—8 þúsund krónur á
mánuði til þess að greiða opinber gjöld og aðrar lífsnauð-
synjar. Verður ekki lijá þeirri ályktun komizt, að launa-
greiðandi ætli kennurum mikil aukastörf, þótt viðurkennt
sé, að það hljóti að koma niður á aðalstarfinu.
Undanfarin ár hafa margir kennarar haft sæmilegar
tekjur vegna mikillar aukavinnu utan og innan veggja