Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 101
MENNTAMÁL
209
4) Formannaráðstefna S.Í.B. Sambandsstjórn ákvað að boða
til formannaráðstefnu 10. febrúar 1968 í húsakynnum sam-
bandsins í Reykjavík. Ráðstefnuna, sem hófst kl. 2 e. h.,
sóttu formenn allra svæðasambandanna. A ráðstefnunni
var rætt um skipulagsmál sambandsins, launa- og kjaramál
og þjóðernismál. Urðu miklar umræður um rnálin.
Ráðstefnan gerði m. a. þessar ályktanir:
„Formannaráðstefna S.Í.B. mælir með því, að skipulagi
sambandsins verði breytt á þann veg, að komið verði
á fót fulltrúaráði sambandsstjórn til fulltingis skipað
fulltrúum frá svæðafélögunum og sérgreinafélögum
kennara, enda séu þeir fullgildir félagar í S.Í.B. Enn-
fremur mælir ráðstefnan með þeirri breytingu á 3. gr.
laga S.Í.B., sem síðasta fulltrúaþing samþykkti að skora
á sambandsstjórnina að vinna að.“
Umræður um launamál snerust einkum um bréf fjár-
málaráðuneytisins frá 27. des. sl. og getið er fyrr í skýrsl-
unni. Samþykkti ráðstefnan eftirfarandi varðandi bréfið:
„Formannaráðstefna S.Í.B. samþykkir fullan stuðning við
stefnu stjórna kennarasamtakanna varðandi ágreining
um skilning á síðasta kjaradómi, og lýsir ánægju sinni
yfir viðbrögðum félaganna í Reykjavík."
Sambandsstjórn bauð þátttakendum veitingar í félags-
heimilinu í fundarhléi. Ráðstefnunni lauk kl. 19.00. Sam-
bandsstjórn telur, að ráðstefnur sem þessar séu mjög æski-
legur þáttur í sarfsemi samtakanna í því skyni að auka tengsl-
in milli stjórnarinnar og félaganna úti á landi.
5) Kennsluskipan afbrigðilegra barna. Á fundi sambands-
stjórnar 16. janúar 1967 var kosin þriggja manna nefnd
innan stjórnarinnar, sem kanna skyldi, ltvernig bezt væri
að vinna að því, að tekið yrði npp námsskipulag fyrir af-
brigðileg börn. Nefnd þessi kynnti sér, hvað gert hafði ver-