Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL
165
— Og að lokum, hver eru áhrifin af þessari stuttu dvöl
þinni á íslandi?
— Hér er ör efnahagsleg framvinda. Það er t. d. furðu-
legt að sjá, hversu hratt Reykjavík byggist. Mér er ljóst,
að þið eruð kröfuharðir um hagþróun landsins, og ykkur
hefur sýnilega tekizt að auka fjölbreytnina í framleiðsl-
unni. Ég hafði lesið mikið urn landið, og mér kom ltér
margt kunnuglega fyrir sjónir, en ýmislegt hefur reynst
áhrifameira, en ég gerði mér í hugarlund. Svo var t. d. um
Þingvelli, þennan vettvang frelsisins úti í víðerni náttúr-
unnar. Ég öðlaðist dýpri skilning á gildi Þingvalla við kom-
una þangað. Hér á íslandi er sérkennileg og stórbrotin
náttúrufegurð, sem hvergi á sinn líka. Samband íslenzkra
barnakennara virðist mér vel uppbyggt af svo fámennu fé-
lagi að vera. Ég skil mætavel erfiðleikana, sem eru því
samfara að halda uppi svo fámennu félagi, þar sem starfið
verður fyrst og fremst að grundvallast á áhuga félagsmanna
og ólaunuðu starfi. Að lokum Jretta: Norræn samvinna er
helzta áhugamál mitt, og Norræna félagið er eina félagið,
sem ég starfa í auk kennarasamtakanna. Norðurlandaþjóð-
irnar eru tengdar sterkum böndum ætternis og sameigin-
legs menningararfs. Við í Skandinavíu erum þakklátir fyrir
hinar bættu samgöngur, sem auðvelda svo mjög samskiptin
við íslendinga.
Viðtal við Anne Brynildsrud, stjórnarmann Norsk Lærerlag
— Hvaða aðild áttu kennarasamtökin norsku að undir-
búningi frumvarpsins að nýju grunnskólalögunum?
— Að ósk ráðuneytisins létum við í té álit okkar á frum-
varpinu, en beina aðild að undirbúningsnefndinni áttu
kennarasamtökin ekki.