Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 105
MENNTAMÁL
213
tökunum, greiða allhá árgjöld til þeirra, allt frá kr. 5000,00
fyrir hvern fulltrúa í fulltrúaráði, en lágmarksgjald er þó
kr. 1000,00. Á fundi sambandsstjórnar 5. okt. 1966 var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun, sem markaði afstöðu stjórnar
S.Í.B. til Varúðar á vegurn:
„Stjórn Sambands íslenzkra barnakennara býður fram
alla þá aðstoð, sem hún getur veitt, með ráðleggingum og
siðferðilegum stuðningi, en telur sig ekki hafa umboð til
að taka á sig neinar fjárlragslegar skuldbindingar."
10) Kynningar- og upplýsingarit. Á fundi sambandsstjórn-
ar 18. ágúst 1967 var samþykkt að gefa út upplýsingarit
um samtökin. í ritinu skyldu vera ýmsar upplýsingar um
starfsemi S.Í.B., launa- og starfskjör kennara o. fl. Var
Þorsteini Sigurðssyni falin umsjón með útgáfu ritsins.
Bjarni Jónsson kennari var fenginn til að myndskreyta
bæklinginn. Ætlunin er að dreifa honum á þessu vori til
allra starfandi kennara í S.Í.B. og nýútskrifaðra kennara.
Síðan verður einungis kennaraefnum afhentur bæklingur-
inn árlega.
11) Könnun á stofnun kennarasambands. Síðasta fulltrúa-
þing S.Í.B. samþykkti að fela sambandsstjórn að „vinna
að því, að kannaður verði grundvöllur fyrir stofnun kenn-
arasambands íslands, sem að standi allir þeir kennarar, sem
kennsluréttindi hafa að lögum.“
Sambandsstjórn ræddi þetta mál nokkuð á fyrstu fund-
um sínum eftir þingið. Kom þá í Ijós, eins og reyndar vitað
var, að mál þetta er mjög umfangsmikið og þarfnast ítar-
legrar athugunar og undirbúnings. Var ekkert gert form-
lega í málinu fyrst um sinn. Málið var þó rætt og kannað
í persónulegum viðræðum við ýmsa kennara og forystumenn
L.S.F.K., en síðasta fulltrúaþing L.S.F.K. hafði samþykkt
ályktun, sem efnislega. var samhljóða ályktun þings S.Í.B.
Þessar viðræður undirstrikuðu það, sem kom fram á fundi