Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
123
meðal móðurmálið, fylgja nú óðum dæmi þeirra. Hið nýja
námsefni er í grundvallaratriðum oft svo ólíkt því, sem
kennarar hafa vanizt, að sumir þeirra, sérstaklega eldri kyn-
slóðin, eiga í mestu vandræðum með að vita, hvernig þeir
eigi að snúast við því.
Stórir hlutar námsgreina hafa horfið með öllu, og fyrir-
komulag þess, sem eftir stendur, kemur mönnum ókunnug-
lega fyrir sjónir. Til dæmis eru vissar meginreglur, sem
einu sinni voru taldar heyra til stærðfræði á háskólastigi,
nú kenndar tíu ára börnum, og gagnstætt þessu hefur við
tungumálanám mikið af abstrakt málfræði, sem áður var
talin hæfileg handa barnaskólanemendum, annaðhvort ver-
ið felld niður eða tekin fyrir miklu síðar í náminu. í Bret-
landi er uppbygging og könnun námsefnis („Curriculum
Development“) orðið aðalsvið náms og rannsókna í upp-
eldisfræðideildum háskóla og í kennaraháskólum og opin-
berar nefndir um allt land eru önnum kafnar við að útbúa
nýjar námsskrár fyrir framtíðarborgara liins nýja þjóðfélags.
Sá hugsuður, sem hefur haft mest áhrif á þessu sviði, er
ameríski skólamaðurinn Jerome S Bruner, en grundvallar-
hugtök hans, ,,uppbygging“ og „niðurröðun", hafa veitt
okkur fræðilega undirstöðu fyrir þeirri víðtæku endurskoð-
un, sem er um þessar mundir að fara fram á námsskrám
skóla.
Það, sem hefur ráðið mestu um kennsluaðferdir, er hin
hraða tilkoma þess, sem þekkt er undir nafninu „program
learning“, „programmed instruction" eða stighæfðir áfang-
ar í nárni. Víðtækar rannsóknir í námi hafa leitt í ljós, að
mesta hindrunin við nám er ekki greindarleysi nemandans,
heldur hin óljósa framsetning þess námsefnis, sem kenn-
arinn setur honum. Þegar markmið þess, sem kenna á, eru
sett ljóslega fram, þrepum útskýringanna hæfilega skipt
niður og nemandinn látinn finna við hvert jrrep, að hann
sé á réttri leið þá fara niðurstöðurnar fram úr öllum venju-
legum vonum, stundum á rnjög athyglisverðan hátt.