Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 56
164
MENNTAMAL
— Lægst launaði kennarinn í grunnskólanum í Stokk-
hólmi fær í ár ca. 800 s. kr. á mánuði, en sá bezt launaði
ca. 4.200. Þessi mismunur byggist bæði á mismunandi þjón-
ustualdri og menntun. Mikilvægasta launapólitíska verk-
efni samtakanna er þetta: Jafnframt því, sem við stefnum
að því að hækka laun allra kennara, verðum við að reyna að
minnka launamismuninn. Við verðum sem sé að hagnýta
aukna framleiðslugetu landsins til að breyta launaskipan-
inni. Forsenda árangurs á þessu sviði er sú, að hagur þjóðar-
innar batni stöðugt, því eins og allir vita er ekki hægt að
framkvæma miklar endurbætur án aukinnar fjármuna-
myndunar.
— Hver eru svo belztu verkefnin, senr framundan eru?
— Stóra verkefnið, senr liggur fyrir núna, er að undirbúa
samningagerð ársins 1969. Allir samningar renna sem sé
út á þessu ári. Því miður er efnahagsstaða landsins að okkar
hyggju lakari en þegar við gerðum núgildandi 3ja ára
samning. Þegar ég kem aftur til Stokkhólms úr þessari ferð,
verður kölluð samair formannaráðstefna samtakanna, sem
tekur afstöðu til þess, hvers konar launapólitík ber að reka
á árinu 1969. Á formannaráðstefnunni leggja launamála-
ráðherrann og sérfræðingar sænsku hagfræðistofnunarinn-
ar fram gögn um efnahagsástandið, en síðan er það Iilutverk
formanna svæðafélaganna að leggja á ráðin um aðgerðir
okkar. Náist ekki samkomulag, kemur til deilu. Við höfum
mikla trú á frjálsum samningum, þar senr enginn hlutlægur
sáttasemjari fyrirfinnst í launadeilum af þeirri einföldu
ástæðu, að það er engin hlutlægni til í hreinni hagsmuna-
streitu.
— Eru nokkur aðkallandi verkefni framundan á skipu-
lagssviðinu?
— Næsta stórverkefni á skipulagssviðinu er að rnynda
ennþá víðtækari samtök, safna öllum kennurum undir
einn hatt. Fyrir dyrunr stendur að ræða við samtök lráskóla-
menntaðra kennara unr sanreiningu.