Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 44
152
MENNTAMÁL
Frá 12. þingi L.S.F.K.
Tólfta þing Landssambands framhaldsskólakennara var
haldið í Vogaskólanum 7.-9. júní s.l. Við þingsetninguna
voru mættir ýmsir gestir. Að lokinni þingsetningarræðu
formanns landssambandsins, Ólafs S. Ólafssonar, tóku til
máls Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Anne Brynilds-
rud frá Noregi, Hans Hellers frá Svíþjóð, Kristján Thor-
lacius, íormaður B.S.R.B., Skúli Þorsteinsson, formaður
Sambands íslenzkra barnakennara, og Andri ísaksson for-
stöðumaður Skólarannsókna. Þingforseti var kjörinn Krist-
inn Gíslason, Reykjavík.
Fjölmörg mál voru til umræðu og afgreiðslu á þinginu,
en þau helztu voru: launamál kennara, lagabreytingar, sant-
þykktir í félagsmálum og skólamálum. Verður hér á eftir
gerð grein fyrir nokkrum samþykktum þingsins.
Stjórn Landssambands framhaldsskólakennara var kjörin
til næstu þriggja ára, en hana skipa: Ólafur S. Ólafsson for-
maður, Magnús Jónsson, Bryndís Steinþórsdóttir, Snorri
Jónsson, Þorsteinn Eiríksson, Óli Vestmann Einarsson,
Jakobína Guðmundsdóttir, Guðmundur Árnason, Marteinn
Sívertsen. Einnig voru kjörnir fulltrúar á jring B.S.R.B.
Borgarstjórinn í Reykjavík bauð þingfulltrúum til kaffi-
drykkju og flutti þar ávarp. Einnig var þess minnst á þing-
inu, að liðin eru 20 ár frá stofnun landssambandsins, og var
af því tilefni samþykkt að gera fyrsta formann og frum-
kvöðul að stofnun sambandsins, Helga Þorláksson skóla-
stjóra, að heiðursfélaga.
Hér fara á eftir nokkrar af samþykktum þingsins: