Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL
145
verulega, sem framkvæma skólaskyldu til 15 ára. Síðustu
fjögur árin hafa 50 skólahverfi bætzt í þann hóp. Nú eru
176 skólahverfi í landinu með starfandi skólum. 113 skóla-
hverfi framkvæma fræðsluskyldu til 15 ára aldurs, en 63
til 14 ára aldurs.
Síðast en ekki sízt nefni ég stofnun Skólarannsókna. Mik-
ils er vænzt af þeirri stofnun. Hana má ekki skorta starfs-
krafta og nauðsynlegar aðstæður.
Hitt er rétt, að fjármagn hefur vantað og framkvæmd
til þess að fullnægja ábendingum og óskurn kennarasamtak-
anna og forystumanna í skólamálum. Þess vegna er margt
öðruvísi en vera ætti. Breytinga er vissulega þörf, en svo
verður alltaf, framvinda lífsins krefst þess. Það hlýtur að
verða hlutverk Skólarannsókna í framtíðinni að leggja á
ráð og vísa veginn.
Landspróf miðskóla, ágallar þess og ágæti hefur verið
snar þáttur í þeim umræðum, sem fram hafa farið um
skólamál. Sumir vilja leggja það alveg niður í núverandi
mynd, án tillits til aðstæðna. Aðrir vilja nokkrar breytingar
á því, en eru tiltölulega ánægðir með það. Þeir telja, að
prúfið hafi ljreytzt verulega til hatnaðar hin síðusu ár, og
mun það ekki fjarri sanni.
Æskilegast er að endurskoða skólakerfið, námsefni og
starfshætti skólanna í heild og leitast við að koma á betra
samræmi í námskröfum milli hinna einstöku skólastiga.
Þá gæti landsprófið reynzt aðgengilegri og eðlilegri áfangi
á námsbrautinni, einkum ef það væri tekið í áföngum.
Að leggja landspróf miðskóla niður við núverandi að-
stæður sýnist mér óraunhæft. Landsprófið hefur meðal
annars þann viðurkennda kost að jafna aðstöðu ungmenna,
hvar sem er á landinu, og það eitt er mikið réttlætismál.
Flestar, ef ekki allar þær umbætur, sem aðkallandi eru í
íslenzkum skólamálum, hygg ég framkvæmanlegar án þess
að breyta sjálfri fræðslulöggjöfinni. Fræðslulögin eru að-