Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 36
144
MENNTAMAL
Það er að vísu rétt, að fræðslumálin þurfa endurskoðun-
ar við og starfsháttum skólanna er í ýmsu ábótavant, en á
því verður aðeins ráðin bót með stöðugri árvekni og þrot-
lausu starfi, en ekki skyndiáhlaupi. Skólinn er stofnun, sem
aldrei má stirðna í forrni. Hann verður jafnan að leita
hinna beztu leiða í starfsháttum á liverjum tírna til þess að
ná þeim árangri, sem honum er ætlaður. Vel menntaðir og
vel launaðir kennarar, góðir starfshættir og skynsamleg
fræðslulöggjöf eru hornsteinar skólastarfsins. Ég hygg þó,
að þær umræður, sem fram hafa farið, reynist gagnlegar.
Þær hvetja almenning til hugsunar um skólamál og hvetja
yfirvöld til aðgerða. í þessu sambandi vil ég taka fram, að
það er alrangt, sem stundum er haldið fram, að lítil eða
jafnvel engin framför hafi átt sér stað í íslenzkum skóla-
málum síðustu áratugi. Við, sem starfað höfum um langan
aldur í skólunum, vitum betur.
Margt hefur færzt til betri vegar hvað aðbúð, vinnubrögð
og kennslubækur snertir. Má í því sambandi minna á fjöl-
breyttar skólasýningar á vinnubókum og handavinnu barna
víða um land.
Starfsfræðslan er nýr þáttur í námsskrá íslenzkra skóla.
A því sviði liefur verið unnið gott verk hin síðustu ár.
Glöggt hefur komið í ljós, að mikil þörf er á þeirri fræðslu.
Fjöldi foreldra og ungmenna hefur leitað upplýsinga og
ráða til námsstjórans í starfsfræðslu um störf og náms-
brautir.
Misrétti gagnvart dreifbýlinu hefur minnkað að mun.
Nægir í því sambandi að nefna fjölgun heimavistarskóla
fyrir börn í sveitum og framkvæmd fræðsluskyldu til 15
ára aldurs.
Árið 1965 fól Menntamálaráðuneytið námsstjórum barna-
fræðslunnar að framkvæma athugun á því, á hvern hátt og
með hvaða ráðstöfunum væri hægt að framkvæma laga-
ákvæði um fræðsluskyldu lil 15 ára aldurs. Sú athugun
leiddi til þess, að síðan hefur þeim skólahverfum fjölgað