Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 48
156
MENNTAMÁL
6. Þingið minnir á, að erindisbréf fyrir kennara er úrelt
að nokkru leyti vegna tilkonru Kjaradóms og að í gild-
andi samningum eða dómum um launakjör á hverjum
tíma þarf að koma skýrt og til fullnustu fram, hvaða
störf eru innifalin í föstum launum.
Tólfta þing LSFK felur stjórn sambandsins að vinna að
stofnun kennaradeildar fyrir framhaldsskólakennara. Inn-
tökuskilyrði í deildina verði kennarapróf eða stúdentspróf.
Deildin starfi í tvennu lagi: Annars vegar fyrir þá, sem
starfa ekki með náminu og ljúka því á styttri tíma, og
hins vegar fyrir þá, er kenna með námi og ljúka nárni á
lengri tíma. Próf frá þessari deild veiti full réttindi til
kennslu við gagnfræðaskóla og skóla með hliðstæðri kennslu.
Félagsmál.
Þingið samþykkti að stefna að því að halda uppeldismála-
þing, sömuleiðis að kanna möguleika á sumarnámskeiðum
fyrir kennara. Verkefni þeirra væri einkurn á sviði skóla-
mála t. d. varðandi einstakar kennslugreinar, námsbækur
o. s. frv.
Þingið lýsti yfir stuðningi við áform BSRB um byggingu
orlofsheimila og telur nauðsynlegt að fá inn í samninga
ákvæði um framlag til orlofsheimilasjóða félaganna.
Þingið samþykkti, að LSFK gerðist aðili að norrænu kenn-
arasambandi, sem hal'inn er undirbúningur að. Þingið sam-
Jrykkti einnig drög að lögum fyrir norræna kennarasam-
bandið, sem lögð voru fram. Þingið Jrakkaði fjáröflunar-
nefnd menningarsjóðs kennara fyrir framlag til sjóðstofn-
unar fyrir kennara, og samjrykkti að veita gjöfinni viðtöku
og að lagt verði í sjóðinn framlag af hálfu LSFK. Verði
sjóðurinn fyrst um sinn notaður sem lánasjóður samkvæmt
nánari reglum.
Þingið fól stjórn LSFK að vinna markvisst að Jrví í sam-
ráði við sérfræðinga í tryggingamálum, að kennarar og