Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 121
KENNSLUTÆKI OG SKOLAVORUR
Á GAMLA VERÐINU
SKÓLAVÖRUBÚÐIN flutti inn á s.l. ári allmikiö af vörum vegna
skólavörusýningar þeirrar, sem haldin var á 30 ára afmæli ríkis-
útgáfunnar. Nokkuð er enn eftir af þessum vörum, eins og t. d.
ýmis reikningskennslutæki, kennslulíkön, myndloðaefni og töflur,
vegglandabréf og kennslumyndir. — Vegna gengislækkunarinnar
má búast við, að þessar vörur yrðu talsvert dýrari, ef þær væru
fluttar inn nú.
Nýlega komið eða væntanlegt:
ENSKA. — Speaking, Reading and Writing English. Heimir Áskelsson samdi.
Ráð og aðstoð: Dr. W. R. Lee. Þetta eru nýjar kennsiubækur og námsgögn
handa nemendum í barna- og unglingaskólum. Efnið er miðað við munnlega
kennslu eftir talmálsaðferðum. Einstakar bækur og hjálpargögn 1. og 2. árs:
Myndabók, Lesbók I og II, Vinnubók I og II, Kennsluhandbók I, Leifturspjöld
og Veggmyndir I.
NÚTÍMALJÓÐ. Erlendur Jónsson tók saman. Ljóð eftir tólf skáld. Tilgangurinn
með útgáfu þessarar bókar er einkum sá, að gefa nemendum í unglingaskól-
um kost á að kynnast verkum nokkurra ungra skálda.
STARFSFRÆÐI handa gagnfræðaskólum. Höfundar: Kristinn Björnsson og Stefán
Ól. Jónsson. Endurskoðuð og myndskreytt útgáfa. Vinnubókarhefti fylgir.
VIÐ GERUM MYNDIR er hliðstæð bók 90 föndurverkefnum. Höfundur: Þórir Sig-
urðsson. í bókinni er fjallað um ýmsar aðferðir við gerð mynda. Margar skýr-
ingarmyndir.
UNGA STÚLKAN OG ELDHÚSSTÖRFIN og FÆÐAN OG GILDI HENNAR. Höf-
undar: Vilborg Björnsdóttir og Þorgerður Þorgeirsdóttir. Bækurnar eru einkum
ætlaðar til notkunar við kennslu í hússtjórn á skyldunámsstiginu.
NÝJAR FORSKRIFTARBÆKUR eftir Marinó L. Stefánsson. Fjögur hefti komin.
VEGGMYNDIR til kennslu í náttúrufræði. Stærð: 61X86 cm. Umsjónarmenn:
Guðmundur Þorláksson, Ingólfur Davíðsson og Pálmi Jósefsson. Þrír flokkar
í undirbúningi: fuglar, jurtir og spendýr. Teiknarar: Bjarni Jónsson og Hall-
dór Pétursson. Ráðgert er, að einn flokkur a. m. k. komi út á næsta vetri.
UMFERÐARBÓKIN og í UMFERÐINNI, eftir Jón Oddgeir Jónsson, nýjar útgáfur
endurskoðaðar vegna hægri umferðarinnar.
LESTRARBLÖÐ eftir Jónas Guðjónsson. Framhald af Ég les og lita eftir sama
höfund.
NÝ MÓÐURMÁLSBÓK eftir Ársæl Sigurðsson. Eins konar framhald Ritæfinga
eftir sama höfund.
RÍKISÚTGÁFA NÁMSBÓKA
SKÓLAVÖRUBÚÐIN