Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 90
198
MENNTAMÁL
mála um, að unnt sé að gera fyrir gildistöku næsta samn-
ings (árslok 1967), skulu teknar upp sem bráðabirgðasam-
komulag aðila.
Um aðra þætti þeirra kjaramála, sem kjarasamningalög-
in taka til, verði fjallað á venjulegan hátt við næstu samn-
ingagerð, sbr. ákvæði laganna."
Fjármálaráðherra féllst á þessa tillögu, og hafa tveir
menn, Höskuldur Jónsson, deildarstjóri, og Sverrir Júlíus-
son, hagfræðingur, unnið að athugun þessari. Verk þetta
hefur reynzt allviðamikið. Hefur ekkert opinberlega frétzt
af starfi þeirra, þegar þetta er skrifað í lok maí.
I sambandi við samkomulag þetta óskaði Kjararáð eftir
því 14. marz 1967, að félögin sendu tillögur um bráða-
birgðasamkomulag um leiðréttingu og samræmingu starfs-
heita, sem ætla mætti, að samningsaðilar gætu orðið sam-
mála um. I samræmi við þetta er III. liður tillagna stjórn-
ar S.Í.B., sem birtur var liér að framan.
Viðbótariillögur S.Í.B.
Kjararáð óskaði eftir viðbótartillögum frá félögunum í
júní, ennfremur lagði það fram hugmynd að launastiga.
Stjórn S.Í.B. sendi hinn 21. júní eftirfarandi tillögur:
1. Fastir barnakennarar (skipaðir) verði yfirkennarar, er
þeir hafa kennt fulla kennslu í 16 ár og taki þá laun
einum flokki ofar en barnakennari með almennt kenn-
arapróf.
2. Við barnaskólana verði skipaðir eftirlitskennarar í
hverri námsgrein. Kennsluskylda þeirra skal vera 5/0
af kennsluskyldu almennra barnakennara.
3. Kennsluskylda kennara, sem hefur aðalumsjón með
2 bekkjum, skal vera 8/0 af kennsluskyldu almennra
barnakennara.