Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 60
168
MENNTAMÁL
arapróf og síðan tveggja ára framhaldsmenntun. Þessir hóp-
ar hafa sörnu laun.
— Er Norsk Lærarlag ánægt með núverandi skipan fram-
haldsmenntunarinnar?
— Nei, fjarri því, ekki sízt vegna þess að það er mjög
dýrt fyrir kennara að afla sér framhaldsmenntunar. Menn
hafa, a. m. k. til þessa, fengið að halda aldursuppbótum
sínum fyrsta námsárið, og það er jú gott svo langt sem það
nær, en seinna árið hafa kennarar orðið að kosta sig að
mestu sjálfir. Það fást að vísu nokkrir lítils háttar náms-
styrkir, en þeir hrökkva ekki langt. Það er ósk okkar, að hið
opinbera sinni meir en hingað til framhaldsmenntun kenn-
ara og geri þeim fjárhagslega kleift að afla sér hennar. Norsk
I.ærarlag heldur mörg sumarnámskeið fyrir félaga sína,
nokkur þeirra eru hrein upprifjunarnámskeið, sem kenn-
arar sækja, af því að þeir þarfnast upprifjunar í námsgrein-
um og vilja læra nýjungar, sem fram hafa komið. Þá má
nefna einn hátt á framhaldsnámi, sem fólginn er í sumar-
námskeiði fyrra sumarið, bréfaskóla næsta vetur og sumar-
námskeiði, sem endar með prófi, seinna sumarið. Þetta er
skipulag, sem mjög mörg okkar í N. L. telja óheppilegt af
ýmsum ástæðum. Námið er mikil þolraun fyrir kennarann,
sem fer þessa leið, og þetta álag hlýtur einnig að koma nið-
ur á kennslu hans, meðan á náminu stendur. Þessi skipan
er til bráðabirgða og hrein afleiðing af því, að hið opinbera
veitir ekki nægilegt fé til framhaldsmenntunar kennara.
— Nú eru liðin 2 ár, síðan Norges Lærerlag og Norges
Lærerinneförbund sameinuðust. Hvernig hefur samstarfið
í nýja félaginu gengið?
— Við teljum samstarfið lrafa verið ótrúlega gott, og við
erum sannfærð um, að lieppilegur tími hafi verið valinn
til sameiningarinnar og allt muni ganga vel í framtíðinni.
— Hvernig eru áhrifin af þessari stuttu heimsókn þinni
til Islands?
— Mér finnst ég hafi orðið ótrúlega margs vísari þessa