Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 77
MENNTAMÁL
185
þessi atriði við samninganefnd ríkisstjórnarinnar. Viðræðu-
nefndin var skipuð fulltrúum frá L.S.F.K., S.I.B. og Félagi
háskólamenntaðra kennara. Auk þess var fulltrúi frá
B.S.R.B. Tveir viðræðufundir voru haldnir, en ekkert sam-
komulag náðist um afnám eða breytingar á túlkun fjár-
málaráðuneytisins, en þó var frestað framkvæmdum við-
víkjandi lækkun álags á yfirvinnu. Líkur eru á, að fjármála-
ráðuneytið muni skjóta ákvæðum um vinnutíma til Félags-
dóms. Á þessu þingi þarf því að taka afstöðu til þess, hvernig
bregðast beri við, ef fjármálaráðuneytið heldur fast við þá
kröfu að lækka álagið og sömuleiðis, ef dómsorð Félagsdóms
verður okkur ekki í vil.
VIII. Skólamál og kennaramenntun.
Síðasta þing gerði allýtarlegar samþykktir um menntun
kennara og ýmis atriði varðandi skólamál. Þeim samþykkt-
um var komið á framfæri við menntamálaráðuneytið og
skólarannsóknanefnd, og var okkur tjáð, að engar breyting-
ar yrðu gerðar, nema að undangengnum athugunum Skóla-
rannsóknanefndar. Forstöðumaður Skólarannsókna lofaði
að hafa samband við stjórn L.S.F.K., þegar þessar samþykktir
yrðu teknar til athugunar. Síðan hafa liðið næstum tvö ár og
engin beiðni um samstarf hefur enn borizt, þrátt fyrir
ítrekaðar fyrirspurnir.
IX. UppeldismálaJ)ing.
Eins og að venju var haldið uppeldismálaþing dagana
3.-4. júní 1967 í Melaskólanum. Var þingið fjölsótt. Aðal-
mál þingsins var þjóðernismálin. Prófessor Þórhallur Vil-
mundarson hélt aðalerindið um það mál. Að hans tilhlutan
og með vitund og vilja Skólarannsókna og Fræðslumála-
skrifstofunnar fór fram könnun í nokkrum skólum lands-
ins um hugsanleg utanaðkomandi áhrif á uppvaxandi kyn-
slóð. Niðurstöður þessarar könnunar notaði svo prófessor-
inn að nokkru sem rökstuðning fyrir þeim skoðunum, sem