Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 66
174
MENNTAMÁL
Frá þingi
norsku kennarasamtakanna
Fyrsta reglulega landsþing Norsk Lærerlag var haldið
2.-4. júlí s.l. í Gjövik, vinalegum ferðamannabæ á bökkum
Mjösa, en skammt þaðan trónar Tranberg, hið glæsta óðal
kennarasamtakanna, sem notað er til námskeiðs- og funda-
halda, uppi á hæðarkolli með undurfögru útsýni yfir Upp-
land og Heiðmörk.
Afstöðu norskra kennara til kristins dóms má nokkuð
marka af því, að þingheimur hlýddi messu í dómkirkju
staðarins, áður en tekið var til við hin veraldlegu störfin.
Andrúmsloftið á þinginu var þrungið spennu, bæði vegna
framvindunnar í launamálunum og væntanlegra breytinga
á aðalstjórninni — og var þó ekkert samband hér á milli.
Aðalmál þingsins, auk venjulegra aðalfundarstarfa, voru
skipulag og starfshættir N. I,. og kjarasamningarnir ný-
afstöðnu. Enn fremur flutti Hans Hellers, formaður Sveriges
Lárarförbund athyglisvert erindi, er hann nefndi „Under-
visningsrationalisering och lárarnas arbetsforhállanden“.
Fjörugar umræður urðu um skipulag og starlshætti N. L.
að loknu framsöguerindi formannsins, Lind Melöys. I stuttu
máli má segja að skipulagið sé þannig, að kennarafélög
hinna ýmsu staða mynda með sér 22 fylkisfélög, sem senda
fulltrúa á landsþing annað hvert ár, þar sem kjörin er
aðalstjórn samtakanna, sem fer með æðsta valdið rnilli
þinga. Stjórnina skipa 18 menn, 9 karlar og 9 konur, víðs-
vegar að af landinu, en meginþungi stjórnarstarfanna hvílir
á 5 manna nefnd innan stjórnarinnar, sem nefnd er arbeids-
utval. Þetta eru hinir ákvarðandi aðilar. Ráðgefandi aðilar