Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 100
208
MENNTAMÁL
Þess skal þó getið, að stjórn S.Í.B. ákvað að binda útlán
ekki við félaga S.I.B. eina, heldur var kennurum annarra
skólastiga svo og nemendum kennaraskólanna og Háskólans
boðið að notfæra sér þjónustu safnsins. Bókasafnið hefur
verið opið til útlána svo og lestrarsalur einu sinni í viku
í vetur. Hefur starfsmaður sambandsins annazt bókavörzlu.
Aðsókn að safninu hefur ekki verið mikil. Það eru einkum
nemendur Kennaraskólans, sem hafa fengið bækur að láni,
en segja má, að mjög fáir kennarar hafi notfært sér safnið
enn sem komið er.
3) Framhaldsdeild Kennaraskóla íslands. Það hefur löng-
um verið áhugamál kennarastéttarinnar, að kennurum gæf-
ist kostur á því að stunda framhaldsnám hér á landi. Sam-
kvæmt lögum um Kennaraskóla íslands frá 1963 skal starfa
í skólanum framlialdsdeild, er veiti nemendum skólans og
starfandi kennurum kost á framhaldsmenntun.
Kennaraskólinn ákvað að efna til eins vetrar námskeiðs
fyrir starfandi kennara veturinn 1967—1968, en aðsókn
varð svo lítil, að ekki þótti fært að halda það. Sl. vetur
ákvað Kennaraskólinn að halda námskeið skólaárið 1968—
’69 fyrir kennara treglæsra og tornæmra barna. Þar sem
kennarasamtökin hafa á undanförnum árum bent á nauð-
syn þess, að kennurum gæfist kostur á slíku sérnámi á ís-
landi, ákvað sambandsstjórn að vekja athygli sem flestra á
þessu menntaboði Kennaraskólans. Var öllum formönnum
fræðsluráða og skólanefnda, skólastjórum o. fl. aðilum skrif-
að bréf í marz, þar sem vakin var athygli á námskeiðinu og
nauðsyn þess að sérmennta kennara á þessu sviði. Þá var
bent á, að þátttaka í deildinni myndi valda kennurum heils
árs tekjumissi. Voru aðilar hvattir til þess að athuga rnögu-
leika á því, að kennarar nytu styrks til námsins.
Um árangur þessa starfs skal ekki fullyrt enn, en vitað
er, að a. m. k. 2 fræðsluhéruð hafa ákveðið að veita kenn-
urum nokkurn styrk.