Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 21
MBNNTAMÁL
129
Sveinbjörn Einarsson kennari:
Tuttugasta fulltmaþing S.I.B.
Tuttugasta fulltrúaþing S.Í.B. var haldið í Melaskólan-
um í Reykiavík dagana 6.-8. júní 1968.
Formaður sambandsins, Skúli Þorsteinsson, setti þingið
með ræðu. Eftir þingsetningu ávarpaði dr. Gylfi Þ. Gísla-
son, menntamálaráðherra, þingið. Skýrði hann m. a. frá
áliti nefndar, er skipuð hafði verið til að athuga um kennslu
í eðlis- og efnafræði í skólum landsins. Var álit hennar það,
að nauðsynlegt væri að stórauka kennslu í þessum greinum,
og gerði hún tillögur um, hvernig haga bæri því námi.
Því næst fluttu þessir gestir þinginu kveðjur og árnaðar-
óskir: Anne Brynildsrud frá Norsk Lærerlag, Hans Hellers
frá Sveriges Lárarförbund, Kristján Thorlacius forntaður
B.S.R.B., Ólafur Ólafsson formaður L.S.F.K. og Jón Bald-
vin Hannibalsson formaður Félags háskólamenntaðra kenn-
ara.
Eftir að þingið hafði kosið forseta, sem voru þeir Teitur
Þorleifsson, Hjörtur Kristmundsson og Hjörtur Hjálmars-
son, og ritara, þá Óla Kr. Jónsson og Sigurð Pálsson, flutti
sambandsstjórn skýrslu sína og reikninga.
Aðalmál þingsins voru nú tekin fyrir hvert af öðru, en
þau voru: Þjóðerni og uppeldi, framsögumaður Gunnar
Guðmundsson, launamál, framsögumaður Skúli Þorsteins-
son og Kristján Halldórsson, lagabreytingar, framsögumað-
ur Ingi Kristinsson, norræn samvinna, framsögumaður Þor-
steinn Sigurðsson, námskeið, framsögumaður Páll Guð-
mundsson, samningsréttarsjóður, framsögumaður Þorsteinn