Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 102
210
MENNTAMÁL
ið af hálfu liins opinbera síðustu misserin. Að þeirri athug-
un lokinni samþykkti sambandsstjórn að fela Þorsteini Sig-
urðssyni að gera drög að tillögum í málinu. Er því verki
var lokið, ræddi sambandsstjórn tillögurnar og samþykkti
að kynna þær sem flestum aðilum, sem telja verður, að
málið varði. Menntamálaráðherra hefur nú í athugun að
skipa nefnd, sem geri tillögur um kennsluskipan þessara
barna og fleira í þessu sambandi, en sú var ósk sambands-
stjórnar, þegar málið var lagt fyrir menntamálaráðuneytið.
6) Samvinna við erlend kennarafclög. Samband íslenzkra
barnakennara hefur verið aðili að alþjóðasamtökum barna-
kennara (International Federation of Teachers Associati-
ons (IFTA)). Samtök þessi hafa aðsetur í Sviss. Á undanförn-
um árum eða allt til ársins 1966 hefur S.Í.B. lítil afskipti
haft af samtökunuin og ekkert samband haft við þau árum
saman með fáum undantekningum. Árið 1966 ákvað sam-
bandsstjórn að taka upp að nýju samband við IFTA og
sendi einn fulltrúa á þing sambandsins, sem haldið var í
Berlín 1966, og 2 fulltrúar sóttu jring IFTA í Kaupmanna-
höfn 1967. IFTA heldur jiing einu sinni á ári, og eru þar
rædd ýmis mál, sem varða skólamál og kjör kennara. Undir-
búningi þinganna er hagað þannig, að sérstök framkvæmda-
nefnd ákveður, hvaða mál skuli tekin fyrir hverju sinni,
þingstað og fleira. Síðan sendir framkvæmdastjóri samtak-
anna öllum aðildarfélögum spurningar varðandi málin.
Félögin senda síðan svör sín ásamt stuttri skýrslu um starf-
semi liðins árs til samtakanna. Oll svörin og skýrslurnar
eru síðan fjölrituð og lögð fram á þinginu, og auk þess fá
aðildarfélögin einnig eintök. Sambandsstjórn hefur sl. 3
ár sent svör við spurningunum og starfsskýrslurnar. Hefur
þetta reynzt allmikið verk, sérstaklega varðandi spurning-
arnar, en reynt hefur verið að vanda vinnu þessa, eins og
kostur var á.
Af svörurn hinna ýmsu aðildarfélaga og skýrslum þeirra