Menntamál - 01.04.1969, Page 11
MENNTAMÁL
5
skólum landsins og þeim umbótum, sem hún telur nauð-
synlegar. Er jafnframt gerð grein fyrir helztu leiðum, sem
hún telur færar til þess að koma á bættri kennslu og ræddur
kostnaður, sem þær breytingar hefðu í för með sér.
Greinargerðinni er skipt þannig, að í 1. kafla er skýrt frá
meginatriðum tillagna og ályktana í mjög stuttu máli. Síð-
an eru einstök atriði rædd ítarlega í 2. kafla, en í 3. kafla
er að finna ýmis gögn, sem ætluð eru til frekari stuðnings
tillögum og ályktunum. Þar eru ennfremur ýmsar leiðbein-
ingar til þeirra aðila, sem væntalega munu vinna að endur-
bótum á kennslu þessara greina.
Reykjavík, 8. maí 1968.
Sveinbjörn Björnsson
(formaður).
Páll Theodórsson. Steingrimur Baldursson.
Sigurður Eliasson. Þórir Ólafsson.
1 MEGINATRIÐI í TILLÖGUM OG
ÁLYKTUNUM
Eins og greint er frá í formála, var nefndinni falið að
kanna námstilhögun og námsefni í eðlisfræði og efnafræði
í íslenzkum skólum fram að menntaskólastigi. Hefur hún
athugað, hve mikið nú er kennt í þessurn gTeinum, reynt
að meta, hve rík almenn þörf er á slíkri kennslu og kannað,
hve miklum tíma er varið til hennar í nágrannalöndum
okkar.
Ályktanir:
1) Nefndin telur brýna nauðsyn, að tími til kennslu eðlis-
og efnafræði verði töluvert aukinn og námsefnið að
III. bekkjaprófi gert að samfelldri heild.