Menntamál - 01.04.1969, Page 12
6
MENNTAMÁL
2) Nefndin telur og, að nauðsynlegt sé að breyta verulega
kennsluaðferðum þessarar greina. Eðlisfræði og efna-
fræði verða ekki kenndar á þessu stigi að verulegu
gagni, nema verklegar æfingar og sýnikennsla séu snar
þáttur í kennslunni. Ennfremur þyrfti að nota ýmis
hjálpartæki í ríkara mæli en nú gerist.
3) Þá telur nefndin, að færa þurfi sjálft námsefnið til sam-
ræmis við kröfur og þekkingu vorra daga. Bækur þær,
sem nú eru kenndar, eru orðnar úreltar. Við endur-
skipulagningu á námsefni og kennsluaðferðum telur
nefndin hagkvæmast að byggja sem inest á þeirri reynslu,
sem fengizt hefur við endurskipulagningu kennslu þess-
ara greina í Bandaríkjunum og Bretlandi síðasta áratug.
Tillögur:
Nefndin gerir að tillögu sinni:
1) að tekin verði upp kennsla í eðlis- og efnafræði í 11 ára
og 12 ára bekki barnaskóla. Yrði hún í nánum tengslum
við kennslu í náttúrufræði og hlutur hennar um li/ó
stund á viku af 4 vikustundum, sem varið yrði til kennslu
þessara greina hvort ár.
2) að í L og II. bekk gagnfræðaskólanna verði 2 viku-
stundum varið til eðlis- og efnafræði, en 3 stundum í III.
bekk. Nú eru kenndar 2 stundir í II. bekk, 3 í lands-
prófsdeild III. bekkjar, en engin í I. bekk.
3) að í IV. bekk gagnfræðaskóla geti nemendur valið um
2 eða 5 stundir á viku, en þar eru nú kenndar 2 stundir
á viku í fáeinum skólum.
Með þeim tímafjölda yrði mjög svipuðum tíma varið til
kennslunnar og nú er gert á Norðurlöndum. Hins vegar
hafa rannsóknarnefndir á vegum OECD talið æskilegt, að
tímafjöldinn til kennslu eðlis- og efnafræði verði töluvert
meiri en felst í tillögum nefndarinnar, og má búast við