Menntamál - 01.04.1969, Side 20
14
MENNTAMÁL
mennri náttúrufræði (eðlisfræði, efnafræði og líffræði) fyrir
6—11 ára börn og í Bretlandi er nú unnið að því að semja
slíkt námsefni fyrir 11—13 ára börn (20, 21, 22, 25, 26, 27).
2. Unglinga- og gagnfræðaskólar.
Sameiginleg kennsla í eðlis- og efnafræði.
I. bekkur 2 stundir á viku.
II. bekkur 2 stundir á viku.
III. bekkur 3 stundir á viku.
IV. bekkur 2 stundir á viku.
IV. bekkur valfrjálst, 5 stundir á viku.
Nefndin telur, að heppilegra sé að kenna 4 eða 6 stundir
á viku lrálfan veturinn, heldur en 2 eða 3 stundir á viku
allan veturinn.
2.5. Námsefni og kennsluaðferðir.
Augljóst er, að eigi að auka kennslu þessara greina að
nokkru marki í barna- og gagnfræðaskólum hér á landi,
verður að sjá fyrir nýjum kennslubókum. Það hefur því
verið eitt helzta verkefni nefndarinnar að kanna leiðir til
að leysa þennan vanda.
Núverandi kennsla markast fyrst og fremst af því, að
nemendur eru látnir læra utan að ýmsar staðreyndir og
lögmál eðlisfræðinnar (og í örlitlum mæli efnafræðinnar).
Þá læra þeir nokkuð um ýmis tól og tæki, sem virðast
helzt vera valin með tilliti til gagnsemi þeirra í tækni fyrir
3—4 áratugum. Þeim eru kenndar nokkrar formúlur, síðan
eiga þeir að geta leyst einföld dæmi með hjálp formúlanna,
dæmi, sem eru fremur þjálfun í notkun umdeildra reikn-
ingsaðferða (t. d. þríliðu) en eðlisfræði.
Hér á landi hefur eðlisfræði verið nær einungis kennd
eftir bók, mjög lítið er um nemendaæfingar og sýnikennsla
fátíð.