Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 26
20
MENNTAMÁL
2.8 Menntun kennara.
Nefndin liefur lagt til að kennsla í eðlis- og efnafræði
verði aukin verulega frá því, sem nú er, m. a. að kennsla í
þessum greinum hefjist þegar í 11 ára bekk barnaskóla.
Augljóst er, að hin aukna kennsla gerir meiri kröfur til
þekkingar kennara í þessum greinum en núverandi náms-
efni. Enga verulega bót á kennslu verður þó unnt að gera,
nema skólunum verði séð fyrir hæfum kennurum.
Tillögur nefndarinnar munu ekki hafa í för með sér
fjölgun kennara í skólum, en nauðsynlegt verður að sér-
mennta hluta starfandi kennara með námskeiðum, og haga
þarf menntun verðandi kennara svo, að hluti þeirra verði
hæfur til kennslu í þessum greinum.
Að mati nefndarinnar þyrftu um 140 kennarar á barna-
stigi að vera hæfir til kennslu eðlis- og efnafræði. í I. og II.
bekk þyrfti um 90 kennara með slíka sérmenntun og í III.
og IV. bekk um 60 kennara. (Sjá nánar í grein 3.4).
Bráðabirgðalausn á þessum vanda fæst með námskeiðum
fyrir starfandi kennara, en til frambúðar verður að treysta
á þá skóla, sem annast menntun kennara, og verður að bæta
aðstöðu þeirra til að rækja þetta hlutverk. Mynd 1 sýnir
námsbrautir kennara innan skólakerfisins. Ennfremur sýnir
myndin á hvaða skólastigi nefndin álítur, að þessir kennarar
gætu talizt hæfir til kennslu eðlis- og efnafræði. Verður nú
fjallað nánar um æskilega menntun kennara og námskeið
fyrir þá.
2.8.1 Menntun kennara á barnastigi.
Kennarar, sem kenna ættu sameiginlega náttúrufræði,
eðlis- og efnafræði í 11—12 ára bekk barnaskóla, þyrftu að
búa yfir nokkuð breiðri og traustri þekkingu á undirstöðu-
atriðum þessara greina, sögu þeirra og áhrifum á þróun
hugmynda og tækni. Þeir þyrftu ennfremur að hafa fengið