Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL
29
kennsla í þessari framhaldsdeild yrði að mörgu leyti skyld
kennslu til B. A.-prófs, væri æskilegt, að sem nánust sam-
vinna yrði milli þessara aðila.
2.9 Framkvæmdaáætlun um nýja kennslu
í eðlis og efnafræði.
Ef farið verður að tillögum nefndarinnar og kennsla í
eðlis- og efnafræði aukin og endurskipulögð, krefst það
mikillar vinnu og töluverðrar fjárfestingar í tækjum og
húsnæði. Ekki verður hægt að framkvæma svo umfangs-
mikið og margþætt verk, nema það sé unnið eftir nákvæmri
áætlun og fastri stjórn eins manns. Slík áætlun er einnig
nauðsynleg til að meta mannaflaþörf og fjárþörf verksins
á hverjum tíma. Nefndin hefur því gert drög að áætlun um
framkvæmd nýskipunar eðlis- og efnafræðináms, en að
sjálfsögðu mun hin endanlega áætlun fara eftir þeim
ákvörðunum, sem teknar verða. Áætlunin er teiknuð á
myndir 4—9. Er hún gerð eftir svonefndu CPM-kerfi, en
það hentar vel til reikninga á vinnutíma og kostnaði.
Tákna örvar athafnir, en hringir milli örva tímamót milli
athafna. Sumar athafnir krefjast teljandi vinnu, og er hún
metin í mannmánuðum, þ. e. hve marga mánuði hún tæki
einn mann í fullri vinnu. Er fjöldi mannmánaða sýndur
með tölum í rétthyrndum reitum. Vinna starfsmanna, sem
þegar eru á launum í skólum eða skrifstofum, er ekki talin.
Gert er ráð fyrir (mynd 4), að í júní 1968 verði samið
við hæfan mann um framkvæmdastjórn verksins. Mundi
hann vinna að undirbúningi starfsins lrarn að áramótum,
en tæki þá við fullu starfi. Hann þyrfti að liafa háskóla-
menntun í eðlis- og efnafræði og reynslu af kennslu. Festa
þarf hæfa menn til samningar kennsluefnis þegar á næsta
sumri. Væri æskilegt, að í þeim hópi yrðu sérfræðingar í
eðlis- og efnafræði og reyndir kennarar í þessum greinum
á öllum skólastigum. Mundu þeir vinna að samningu með