Menntamál - 01.04.1969, Síða 54
48
MENNTAMÁL
Árdagar L. S. F. K.
og stiklur á genginni braut
„Sunnudaginn 17. júlí 1948 var fyrsti fundur í stjórn
Landssambands framhaldsskólakennara haldinn að Laugar-
vatni, og hófst kl. 4.45.
Allir á fundi.“
Þannig hefst fundargerð frá fyrsta stjórnarfundi L. S.
F. K. Þessir aðilar, sem mættir voru og hófu stjórnarstörf
með því að skipta með sér verkum voru:
Sigurður Ingimundarson, sem var kosinn varaformað-
ur, Helgi Tryggvason ritari, Haraldur Ágústsson, gjaldkeri
og Guðmundur Ólafsson meðstjórnandi.
Helgi Þorláksson liafði verði kosinn sérstaklega formað-
ur á stofnþingi samtakanna.
Síðan þetta gerðist liafa mörg vötn til sjávar runnið
í sögu L. S. F. K., og þar sem nú eru liðin rúmlega 20 ár
frá stofnun sambandsins, er ástæða til að horfa um öxl og
virða fyrir sér helztu kennileiti í þróunarsögu þess.
Nú vill svo vel til, að allir formenn sambandsins frá önd-
verðu eru enn í fullu fjöri, ýmist starfandi að skólastjórn
eða kennslustarfi, og möguleiki á að ná til þeirra með spurn-
ingar varðandi minnisstæða atburði í félagsmálabaráttu
sambandsins svo og um, hver gangur málanna raunveru-
lega var í einstökum tilvikum.
Telja má víst, að margir ungir kennarar á framhalds-
skólastiginu eigi erfitt með að átta sig á, hvernig sá grund-
völlur, sem atvinnuleg réttarstaða þeirra stendur á, var
treystur og enn síður, hver aðstaða kennara og nemenda í
almennum skólum var, og hvaða breytingum til bóta kenn-