Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 78
72 MENNTAMÁL
pessa sameiginlegu ógœfu enn og mættum pví gjarnan hegða
okkur í samrœmi við pá staðreynd.
Núverandi formaður L. S.
F. K., Ólafur S. Ólafsson
var kjörinn fyrst á sam-
bandsþinginu 1966. í þá
stjórn voru kosnir. Þor-
steinn Eiríksson, varafor-
maður, Guðmundur Árna-
son, gjaldkeri, Snorri Jóns-
son, ritari, Magnús Jóns-
son, Bryndís Steinjrórsdótt-
ir, Marteinn Sívertsen, Ja-
kobína Guðmundsdóttir,
Óli Vestmann Einarsson.
Á sambandsþinginu vor-
ið 1968 var Ólafur endur-
kosinn ásamt fyrrverandi samstarfsmönnum. Eins og fyrir-
rennarar hans bafði Ólafur staðið mörg ár í fylkingarbrjósti
í samtökum framhaldsskólakennara í Reykjavík, hafði setið
í stjórn F. G. R. frá stofnun ]>ess og í allmörg ár verið for-
maður.
Milli L. S. F. K. og F. G. R. hefur verið frá fyrstu tíð
náin og gangkvæm samvinna. Óliætt er því að fullyrða, að
Ólafur gjörþekkti alla málavöxtu að verkefnunum, sem biðu
úrlausnar.
Samhliða harðsóttri launabaráttu hafa viðfangsefni L. S.
F. K. þróast að fjölbreytileika og ný viðhorf í starfi og skipu-
lagningu samtakanna skapazt við breyttar aðstæður í þjóð-
félaginu og fræðslumálum þjóðarinnar almennt. Forysta
um ýmiss konar menningarmál kennarasamtakanna og sam-
starf um þau við fræðsluyfirvöldin í landinu og bróðursam-
bandið S. í. B. verður stöðugt snarari þáttur í starfsemi