Menntamál - 01.04.1969, Page 94
88
MENNTAMÁL
góðviljann er, hvað sem þessu líður í fullu gildi og meira
virði en öll önnur trúaratriði Nýjatestamentisins.
Sama gildir um að trúa, því menn trúa því einu, sem trú-
legt þykir. En boðorðið um góðviljann er, hvað sem öðru
líður, í fullu gildi og meira virði en öll önnur trúaratriði
Nýjatestamentisins samanlögð — enda eru þau sem næst
gildislaus í augum viti borins nútímamanns Nefnum að-
eins eina fjarstæðu af ótal mörgum: Hverjir sem ekki eru
„frelsaðir" skyldu trúa því, að Jesús frá Nazaret, maður
eins og vér, sé jafningi skapara alheimsins og hafandi allt
vald á himni og jörðu? Og gagnstætt Gtm. — liefur
Ntm. nauðalítið bókmenntalegt gildi. Það á þó ekki við
um megnið af fræðum Krists. Að vísu gætir þar ofstækis, en
þau eru lífi gædd, og málsnilld hans er bezt lýst með orð-
unum: Hann talaði eins og sá sem vald hafði.
Páll frá Tarsus.
Hann mótaði boðskapinn um ,,kærleika“ Guðs og Jesú
Krists til vor mannanna. (Orðið er ljótt og alþýða manna
notar það aldrei — en nóg um það). Þennan „kærleiksboð-
skap“ hafa klerkar vorir gripið fegins hendi, og hamrað lát-
laust á á uandgengnum hnignunartímum kristinnar kirkju.
Og Jrá láta þeir sem þeir viti ekki, að andspænis Jreim boð-
skap stendur annar boðskapur — hin ægilega boðun Helvít-
is, ógnandi og hótandi öllum Jreim sem ekki trúa. Sú boðun
veður uppi í öllum samstofna guðspjöllunum og nær há-
marki sínu í þessu ofboðslega versi í „Orði Guðs“.
Farið frá mér bölvaðir í hinn
eilífa eld, sem búinn er Djöfl-
inum og árum hans. (Matt. 25. 41).
Ú tskúfunarkenningin.
Fljótt á litið kann að virðast, að ekki sé neinn skaði skeð-
ur, þótt hlaupið sé yfir Jretta og þvíumlíkt. En frammi fyrir