Menntamál - 01.04.1969, Page 97
MENNTAMÁL
91
Sannarlega væri ekki úr vegi að athuga, án trúarlegra for-
dóma, hvað valdið hefur því að rneðal vor hefur Lúthers-
trú orðið fyrir þessum eða þvílíkum ósköpum. Neðanritað
hefur að mínum dómi hvað mest valdið því, að svo er kom-
ið sem komið er.
1. Hennar eigin áróður. Lúther útrýmdi töfrum kirkj-
unnar, en lagði áherzlu á prédikun og fræðslu. (Afleiðingin:
Langar stólræður, húspostillur, lærdómskver — Helgakver
þeirra mest — húsagi og flengingar, kristindómur í skól-
um). Allur áróður er varhugaverður, og sé honum ekki
stillt í hóf, þá skaðar hann málstaðinn — vekur andúð og
þrjózku. Þ. e. sálin skapar sér varnir eða móteitur svo að
hún tortímist ekki.
2. Nýguðfrœðin. Georg Brandes. Islenzkar skáldsögur á
fyrri hluta aldarinnar.
3. Þelikingin. Tökum dæmi. Lúther er sagður hafa skop-
ast að Kópernikusi og heimskerfi hans. Sá sem aðhyllist
heimskerfi kirkjunnar verður að afneita: stjarnfræðinni,
jarðfræðinni, fósturfræðinni og allri framvindu lífsins á
jörðinni.
4. Útsliúfunarkenningin. Hún er dauðamein kristins
dóms.
Hér eru á dagskrá vandamál skólanna. Getur hugsazt að
íslenzk kennarastétt sé „frelsuð"? Og ef ekki. Hví notar hún
ekki samtakamáttinn, til að velta af sér oki kristins dóms,
og fá hann afnuminn í skólum ríkisins? I kjölfar þess myndi
sigla aðskilnaður ríkis og kirkju, sem er löngu tímabær.
Mikill meiri hluti mannkynsins hefur aðskilið ríki og kirkju.
Lítum á þessi fjögur allra stærstu þjóðasöfn veraldar: Banda-
ríkin 180 millj., Sovétríkin 220 millj., Indland 600 millj.,
Kína 700 millj. Samtals 1700 rnillj. Hér er helmingur jarðar-
búa, og rnargar þjóðir, stórar og smáar, eru þó ótaldar.
Norðurlandaþjóðirnar — þar á meðal íslendingar — eru í af-