Menntamál - 01.04.1969, Page 99
MENNTAMÁL
93
Skúli Þorsteinsson námsstjúri:
ÁVARP
flutt við setningu uppeldismálaþmgs 1969.
Herra menntamálaráðherra, herra borgarstjóri, herra
fræðslumálastjóri, virðulegu gestir og aðrir tilheyrendur.
Þetta uppeldismálaþing, sem nú er að hefjast og stendur
yfir í dag og á morgun, er hið 15. í röðinni. Fyrsta uppeldis-
málaþingið var haldið 1937 og hið síðasta 1967.
Til þessa þings er boðað, eins og að venju, af Sambandi
íslenzkra harnakennara og Landssambandi franrhaldsskóla-
kennara.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra sýnir þing-
inu, eins og jafnan áður þann heiður að flytja ávarp við
þingsetningu.
Sérstaklega býð ég velkominn til þingsins prófessor Ric-
hard Beck og konu hans frú Margréti Brandsson. Prófessor-
inn er þjóðkunnur og því óþarfi að kynna hann nánar. Hann
hefur jafnan sýnt föðurlandi sínu og íslenzkri þjóð mikla
ræktarsemi. Prófessor Richard Beck ávarpar þingið og flyt-
ur kveðjur frá íslendingum í Vesturheimi.
Á þessu þingi verða fluttir þrír fyrirlestrar um fræðslu-
og uppeldismál.
Staða og hlutverk kennarans — dr. Matthías Jónasson,
prófessor.
Sálfræðiþjónusta í skólum — Jónas Pálsson sálfræðingur,
og verkkennsla í skólum — Sigurgeir Guðmundsson skóla-
stjóri.
Að loknum fyrirlestrum fara fram frjálsar umræður.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, býður
þinginu að vanda til kaffidrykkju og lánar húsnæði til þing-
haldsins. Sérstaklega her að þakka borgarstjóra fyrir þá gest-