Vorið - 01.12.1969, Page 5

Vorið - 01.12.1969, Page 5
 Jólin eru að koma Jólin eru að koma með jötuna og barnið, Jesúbarnið góða og fagran klukknahljóm. Englar drottins jagna um alla liimins geima og allir lýðir jarðar syngja glöðum róm. Klæða sig í sparifötin krakkarnir á Hóli, klukkan er ekki neitt að jlýta sér að slá. Afi syngur jólalög, en amma raular vísu um yndislega birtu, sem kemur himnum frá. Alltaf minnkar dagsbirtan. — Að austan kemur nóttin, sem er þó birtu vafin í dimmum vetrargeim. Kveikt er nú á kertum í koti og dýrum höllum. Klukkur landsins hringja inn jól um allan lieim. Pabbi les um gjöfina, sem guð oss öllum sendi, góða barnið litla, sem varð svo heimsins Ijós. Börnin syngja um englana, sem yfir jörðu svifu. Með undarlegum hætti sprakk út fögur rós. Já, jólin eru að koma með kerlaljós og kökur, og kannski líka böggul í kvöld til þín og mín? En dýrust er þó gleðin, sem. dylst í liverju hjarta og drottins bjarta stjarna, er í gegnum myrkrið skín. H. J. M. VORIÐ 147

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.