Vorið - 01.12.1969, Qupperneq 6

Vorið - 01.12.1969, Qupperneq 6
JÓLASVEIN NIN N EFTIR DR. JAKOB JÓNSSON Siggi hafði oft verið óþægur. Harm hafði haft gaman af að fitla við rokkinn hennar ömmu sinnar og hann hafði hvað eftir annað borið snjóinn á löpp- unum inn á pallinn. Amma gamla hafði oft sagt honum, að hann væri of latur að lesa, óduglegur að vinna og dygði betur til að tefja fyrir en hjálpa til. Siggi litli vissi vel, að hann var vonda barnið. En nú fór að líða að jólunum, aðeins vika eftir. Jólin komu eins og skær stjarna í skammdegismyrkrinu. Siggi litli var undir eins farinn að reikna út, hvert þau væru nú komin, því að amma hafði sagt honum, að þau væru á leið- inni. Og hann var að reyna að imynda sér jólin á leiðinni þangað, gangandi yfir fjöll og firnindi, þangað lil þau kæmu í skarðið fyrir ofan bæinn og síð- ast labbandi í hægðum sínum ofan hlíð- ina, heim túnið og inn í bæ. Og þá ætl- aði Siggi að vera góða barnið — undur þægur og hlýðinn. Það gat nú líka haft alvarlegar afleið- ingar að vera vonda barnið um jóla- leytið. Níu nóttum fyrir jól fóru jóla- sveinarnir að koma. Þeir komu síðan einn á hverri nóttu og sá síðasti á sjálfa jólanótt. Jólasveinarnir voru illir viður- eignar. Þeir höfðu það lil að ræna mönn- um, og þjófóttir voru þeir með afbrigð- um. En það sem þeir aðallega lifðu á var óþægðin í börnunum. 'Þar sem börnin voru slæm og óhlýðin, þar fitnuðu þen' og urðu voðalegir ístrubelgir, en þar sem góðu börnin áttu heima, dóu jóla- sveinarnir. Þetta hafði amma gamla sagt Sigga litla. Hún sagði honum um leið, að hun hefði séð voðalega ljótan jólasvein, sein ætlaði að lifa á óþægðinni í honum. Það væri víst ekki hætta á öðru, sagði ganila konan, en að hann þrifist vel. „Eru það bara börnin, sem hafa jóla- sveina?“ spurði Siggi mjög alvarlegur- „Hefur þú aldrei haft jólasvein, am®a mín?“ „Jú, auðvitað þegar ég var litil, sagði amma. „En hvar er hann nú?“ „Hann er dauður,“ sagði amma. „Og af hverju dó hann? Var það af því að þú varst alltaf þæg?“ spurði Siggi- „Hm. Hvað eiga þessar spurningar ao þýða, drengur? Berðu þig heldur að fara að opna stafrófskverið þitt, svo að þú getir stautað sómasamlega, þegal presturinn kemur að húsvitja,“ sagði gamla konan. Jú, það var ekki í fyrsta sinn, að hann hafði heyrt, að einhverntíma kæmi prest- 148 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.