Vorið - 01.12.1969, Qupperneq 8

Vorið - 01.12.1969, Qupperneq 8
ur. Honum íannst allir vera góðir og glaðir. „Amma,“ sagði Siggi. „Hvers vegna eru hundarnir svona ánægðir í dag? Er það af því að jólin eru að koma?“ „Hundarnir eru svona glaðir af því að vera komnir heim og að hafa verið duglegir að hjólpa piltunum að smala,“ sagði amma. „Ef þeir hefðu verið óþæg- ir og latir, hefði ekki legið svona vel á þeim.“ „Eru hundarnir þægari og betri nú en þeir eru vanir? Er það vegna jólasvein- anna? Eiga þeir líka jólasveina?“ „Nei-sei, sei-nei,“ sagði amma. Hún gat ekki heldur séð neitt óvenjulegt við hundana. Þeir sýndu engin óvenjuleg gleðilæti. „En nú sá ég jólasveininn þinn í morgun, Siggi minn.“ „Hvar var hann?“ „0, — ég sá hann í fjósinu. Þú hefur nú verið svo góður drengur, að hann er mikið farinn að leggja af. Hann er ekki nærri því eins digur og liann var einu sinni.“ „Var hann ekki orðinn voða-magur?“ „Jú, því að nú fær hann sama sem ekkert að éta, greyið.“ Ekkert að éta. Siggi fór að hugsa um, hvernig honum sjálfum mundi þykja að fá ekkert að borða. „Skældi þá ekki jólasveinninn?“ ,,0-jú! Hann vældi eins og von var. Hann var orðinn svangur. Ef þú heldur áfram að vera góður drengur, getur vel verið, að hann deyi.“ Nú var að sjóða upp úr grautarpott- inum í eldhúsinu. Amma gamla skjögti burt og lét Sigga einan eftir að hugsa um jólasveinana. Sigga hálfóaði við umhugsuninni uni jólasveininn. Þarna lá hann aleinn úti í fjósi og var að drepast úr hungri — há- skælandi og langt burtu frá henni mömmu sinni. Því að auðvitað átti hann mömmu einhvers staðar inni í fjölluni. Siggi var hnugginn það, sem eftir vai' dagsins. Hann horfði á hundana. Hon- um fannst þeir ekki eins glaðir og áður- Þeir gátu þó verið ánægðir og þægir og góðir án þess að nokkrum liði illa vegna þess. Amma hafði sagt, að þeir ættu enga jólasveina. En hann var sjálfur að deyða veslings jólasveininn sinn. Og amma hrósaði honum fyrir og þótti vænt um, að auminginn átti bágt. Siggi var hissa á því, að amma skyldi ekki vorkenna jólasveininum. Siggi gat ekki um annað hugsað. Þeg- ar hann var háttaður um kvöldið, ko ui amma og lét hann lesa faðirvorið sitt. Sigga dauðlangaði til að spyrja hana meira um jólasveininn, en amma hafði mikið að gera og Siggi var varla búinn að segja „amen“, þegar hún var öll a brott. Þegar Siggi var að festa svefninn, kom veslings grátandi jólasveinninn hvað eftir annað upp í huga hans — alltaf skýrar og skýrar og í fastari mynd. Jólasveinninn lá úti í fjósi, í auða básnum, þar sem kálfsi litli hafði legið, meðan hann lifði, en nú var hann dauð- ur fyrir nokkru. Tárin runnu ótt og titt niður vangana. Andlitið var útskælt og augun grátbólgin. Siggi sárkenndi i brjósti um hann. Annar jólasveinn stóð þar og hallaði sér fram á bálkinn. Hann gat varla hreyft sig fyrir fitu. Illgirnis- legt glott lék um varir hans. „Þykir þér það ekki borga sig, að lif;l 150 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.